Tuesday, May 01, 2007

Að skulda heilann mánuð af bloggi er ekki gott!

Bloggið búið að vera í ólagi meira og minna og líka allt of mikið að gera hjá manni.

En þetta hófst allt 30. apríl þegar allt gerðist í einu en ekkert var hægt að blogga. Þá var hamingjusamt par sem steig saman út í hinn viðburðaríkasta dag þegar allt átti að gerast. Reyndar meira HK megin en aðalið var auðvitað báðum megin...

The Happy Couple

Það var sko verið að klára kennslu fyrir páska í MK og svo var meira um vert að það var verið að tlára allt í háerrurinum og það er ekkert lítið en það sem mest var um vert að núna skyldi Hæðargarðurinn afhendast og það var gert með pompi og prakt!

the card and our future home

Og heimilið merkt með blessaðri sauðkindinni. Reyndar kort sem hafði átt að senda til Dúddu einhern tíman fyrir martlöngu en það var bara grægjað nýtt kort sem sent var frá Dresdenur...

Having fun in the forest

Og þar var gaman en reyndar leit ekki vel út með eitt né neitt áður en lagt var af stað því það var hin hroðalegasta gubbupest sem lagði okkur skötuhjú í rúmmið. Maður sjálfur var ælandi eins og maður veit ekki hvað hálfa nóttiná áður en lagt skyldi í hann. Þegar verst lét komu gusur út um fjögur göt á skrokknum í einu og reyniði bara að nota útilokunaraðferðina til að losna við eitthverrt þeirra... nei það er ekki hægt. Svo fór HK sömu leið en eitthvað hægar og fengu salernirnir í Leifstöð að kenna á því áður en haldið var um borð í stálfuglinn ógurlega. Þar áttum við að eiga kósí sæti tvö útaf fyrir okkur en ÓlEl og Elsa með sinn krakkaskara fengu að skipta á sætum og máttum við dúsa við hliðina á einhverjum fyllikaddli sem var þarna með vini sínum. En allt gekk þetta vel og ekkert lak út um neitt gat á meðan á fluginu stóð. Svo var bara komið til Dresdenur eftir að Kristoffur og Guðrúni sóttu okkur á flugvöllinn. Það gekk vel en ekki nema þangað til við komum í hinn hroðalegasta umferðarhnút sem við máttum dúsa í á hraðbrautinni eitthvað á annan tíma. Nei það er ekki gott þegar þeir eru að keyra svona saman þarna á ofsahraðanum. Okkur stóð ekki á sama en komumst samt til Dresdenur þar sem við sváfum værast í gestaherbergi þeirra skötuhjúa. Þau eru nebblega skötuhjú alveg eins og við!

Guðrún and HK in Leibnizstrasse in Dresden

Og það var farið í bæinn... nei auðvitað ekki til að mála hann rauðann því hér skyldi verslað dálítið og svo aðeins meira og svo bara alveg heilmikið! Vorum orðin alveg frá og urðum að fá einhverja snögga orku sem var innbyrt í pizzalíki hið snarasta.

tired of shopping!

Pixan var svo sem ágætur en ekkert í líkingu við það sem átti eftir að koma seinna sem voru hinir óviðjafnanlegu nuddstólar sem Dresdenur bíður uppá. Var það slíkur unaður að fátt kemst með tærnar þar sem slíkt hefur hælana!

Nuddstólar Dresdenborgar - massaging in Dresden - FUN

Það var hamingjusamt fólk sem hélt heim á leið löngu eftir að myrkur var komið klyfjað verslanagóssi og allskyns!

Two happy shoppers!

Hjólaferð hin æðislegasta var á dagskránni daginn þann næsta. V´ð hjóluðum sem mest við máttum unz komið var niður í miðbæjurinn. Hann er rosalega flottur, búið að gera upp stærstan hluta af gömlu byggingunum sem voru eyðilagðar í eldsprengjuárásinni í lok stríðsins.

Die Fruhenkirche

Auðvitað var ekki hægt að sleppa alveg búðarrápi og voru valdir kaupmenn Dresdenar gladdir með nærveru vorri sem skildi eftir kreditkortanótur og seðla hér og þar en varning hjá okkur á bögglabera eða í bakpoka. Það var gaman.

on bikes in Dresden






....



Hugmyndin er að klára þessa mánaðarbloggfærslu einhvern tíman þegar ekki er allt of mikið að gera!

No comments: