Sunday, May 13, 2007

Sigurvegari kosninganna er...

En svo er alltaf skemmtilegt að skoða hver sigrar í kosningum eða hver sigrar ekki!

Vinstri grænir með alla sína fylgisaukningu eru auðvitað sigurvegarar kosninganna þrátt fyrir að ná ekki megin markmiði sínu að fella ríkisstjórnina!

Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sigurvegari kosninganna. Langs stærsti flokkurinn og bætti við sig þremur þingmönnum þrátt fyrir að ríkisstjórnarmeirihlutinn þeirra sé svo tæpur að hann er varla almennilega starfhæfur!

Samfylkingin er auðvitað sigurverari kosninganna því flokkurinn tvöfaldaði fylgið sitt frá einhverjum skpoðanakönnunum sem voru gerðar fyrir mánuði síðan. En svo auðvitað var samfylkingin að tapa þingmönnum þannig að hmmmm...

Íslandshreyfingin er auðvitað sigurverari kosninganna með fleiri atkvæði en nokkurn tíman og bara óréttlátri kosningalögggjöf að kenna að hafa ekki fengið þingmann!

Og svo framsókn... æji... það er hvernig hægt er að vinna kosningar... júts, ríkisstjórnin þeirra hélt velli!

En sá sem er endanlegur sigurvegari kosninganna er auðvitað Fréttablaðið. Hvað er það annað en snilld að gefa út tvö blaðið tvisvar sama daginn með sitt hvorri forsíðufréttinni: "Ríkisstjórnin fallin eftir afhroð framsóknarflokksins" eða "Ríkisstjórnin hélt og féll til skiptis í nótt". Hvað er það annað en snilld að prenta dagblað með þessari fyrirsögn um fall ríkisstjórnarinnar rétt upp úr miðnætti þegar búið er að telja einhvern fjórðung atkvæða! Eru þetta börn nýbyrjuð í blaðamennsku?


....

No comments: