Og við fengum hjálp á síðustu metrunum
Hvítasunnuhelgin fór að mestu leyti í frágang og snurfus. Enduðum á að fá hjálp frá SYS frænku HK sem kom sá og sigraði rauða vegginn rétt á milli þess sem það var drullumallað. HK tók myndina á meðan ég var að versla meiri málningu til að gera klárað verkið.
Svo kláraðist þetta og Gúnninn kom og lagði með okkur teppi áður en sest var að snæðingii. Núna erum við svona eiginlega flutt inn loksins má segja almennilega og lífið getur farið að verða þokkalega eðlilegt aftur. Við farið að gera eitthvað annað en að stússast í spassli, pússeríi og málningarpenslum án þess að fá samviskubit!
Svo á meðan ég var að skrifa þetta sá ég að linsan sem ég var að panta mér frá USA er að far af stað frá Adorama! Þetta er allt svo mjðg ágætt!
No comments:
Post a Comment