Sunday, May 13, 2007

Maður veit ekki alveg hvað skal halda

En það voru kosningar og framkvæmdir í gær

hk giving an eye!
Það var mart að gerast. Reyndar var ég í óvissuferð daginn áður þar sem mart gekk á göflunum. Farið til Jakobínu ömmu hennar Jöggu heimsmeistara í kleinubaxtri og svo var farið á fjórhjól og allskyns. Klifrað upp súrheysturn og kastað öxum. Svo var endað í sumarbústað Helga Lár þar sem var grill og heitur pottur. Svo var nún bara farið heim. En laugardagurinn....

Það var fenginn liðsauki og farið að skrúfa, bora og líma gifs í kringum bitann góða. Og það gekk bara vel þó það kláraðist svo sem ekki alveg. En þessar kosningar. Mar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar stjórnin var ýmist fallin eða ekki fallin. Svo var farið að sofa einhvern tíman um miðja nótt þegar stjórnarskömmin var búin að ná þessu aftur. Svo vaknað og kíkt á netið og jú, stjórnin var ennþá með þetta! Annars það sem kannski var svo lýsandi fyrir þetta er að frá klukkan átta um morgun til klukkan að verða níu færðist einn þingmaður milli framsóknar og sjálfstæðis! Hefði verið meira gaman ef han hefði skammast yfir til stjórnarandstöðunnar og þá fellt stjórn. En nei, koma tímar og koma ráð!


....

No comments: