Wednesday, May 09, 2007

Tsja var langhjólað í dag!

Mart að gera í litlum bæ

Fór hjólandi í vinnuna eins og undanfarna daga en var núna með badmintonspaðann á böglaberaranum. Það var nebblega farið í badmin eftir vinnu og það auðvitað hjólandi. Þar reyndi Gunnsi að kenna mér hvernig skuli spilað og fékk ég ágæta æfingu í að taka á móti smassi og tapa. En reyndar tókst mér nú alltaf að hala inni eitthvað pínulítið af stigum.

Svo var hjólað til baka í vinnuna og ég tel þetta allt mér og mínu liði til tekna þó kannski sé það eitthvað umdeilanlegt. En svo hringdi HK og var komin á skrall á Arnarnes með samlennarakvinnum sínum. Það var þá farinn hinn mestherjarins hjólatúr. Út í Nauthólsvík, Kópavpog vestur fyrir all saman meðfram sjónum og svo á Arnarnesið. Ekki leiðinleg leið þar og svo verður eiginlega að játast að götuhjólastígayfirvöld borgarinnar og nágrannabæjanna fá smá prik. Það var meira að segja skilti á hjólastíg sem á stóð Kópivogur. Þetta er kannski bara allt að koma hjá þeim blesuðum og eitthvað aðeins til af þessum stígum sem þeir guma af á kortinu!



....

No comments: