Thursday, February 03, 2005

Mynd vikunnar

Einhvern tíman var ég að blogga mynd vikunnar. Og kannski ekki úr vegi að blogga eina svoleis.

Styttur kirkjunnar

Þessi mynd (reyndar aðeins öðru vísi útfærð) er annars núna í keppninni á DP Challenge og er reyndar ekki alveg að gera í buxurnar þar eins og þessi mynd hér gerði sem mér finnst reyndar alveg hroðalega fyndin:

I want to get out of here
Átti aldrei von á að myndin mín myndi vinna keppnina en skil nákvæmlega alls ekki af hverju þessar tvær voru t.d. á undan minni:


Hvort tveggja myndir sem ég myndi aldrei senda frá mér og þá aldrei í neina keppni nema til að tapa og myndir sem ég gaf alveg skítlága einkunn sjálfur í þessu.
Jæja mín er kannski líka bara svona léleg. Ég er bara svo lélegur að fatta það ekki.

En þessi af styttunum við Hallgrímskirkjuna er hins vegar að gera það sæmilegt. Fær svona 6 í endanlega einkunn geri ég ráð fyrir en það kemur í ljós í fyrramálið.

No comments: