Reyndar var ég með mynd hér að ofan sem er á DPC keppni en þar sem hún er að gera sæmilega hluti þá ákvað ég að setja aðra mynd af mér í staðinn. Bara ágæt líka.
.... sorrí Krúsi að með þessum hamskiptum á myndum verður kommentið þitt hálf kjánalegt.
Ég ætlaði reyndar að blogga eitthvað um hvað ég er í hroðalega vondu skapi en nennti því ekki. Veit ekki af hverju ég komst í svona vont skap. Hugsanlega tengist það þessari mynd eða kannski myndinni sem mér tókst ekki að gera almennilega. Það er nefnilega myndakeppni í gangi, já á vef dauðans þarna sem er alltaf að dissa mig og viðfangsefnið er sjálfsmynd. Ég hafði þá fannst mér stórgóðu hugmynd að taka mynd af sjálfum mér vera að taka mynd af sjálfum mér. Ætlaði að gera þetta heima hjá mér og var kominn með eitthvað herjarinnar ljós til að nota í lýsinguna. Það er skemmst frá að segja að þetta tókst með eindæmum alls ekki fannst mér og það sem helst kom í ljós var ótrúlegt magn af ryki og skít sem þessi ljósdrusla sýndi mér.
Pakkaði ég draslinu saman, losaði mig við versta skítinn og drulluna og fékk mér að borða afgang síðan í gær. Róaðist aðeins við þetta og sendi bara vegamyndina hér að ofan í keppnina. Hún er skítnógu góð fyrir þennan vanþakkláta skríl þarna á DPC.
Síðan er fýlukastið mitt kannski líka eitthvað út af því að ég var að átta mig á öllu því sem ég ætlaði að gera um helgina en er auðvitað ekki búinn að gera frekar en fyrri daginn.
Annars er skapið eiginlega alveg sloppið fyrir horn held ég.
No comments:
Post a Comment