Saturday, February 05, 2005

ÉG ER EKKI HOMMI

Nei nei, haldið ykkur þetta er engin sérstök yfirlýsing. Ég fór bara á leikrit í gær. Var reyndar kynning fyrir stjórn starfsmannafélsagsins míns og er ég að velta fyrir mér tölvupóstinum sem verður sendur út til að kynna hugsanlega hópferð starfsmanna. Titillínan í póstinum verður auðvitað að vera titillinn á leikritinu.



Fyrir þá sem ekki vita en hafa samt áhuga á að vita þá er þetta leikrit kolsvört kómedía um homma eða eiginlega frekar afstöðu til homma. Og gott sem slíkt. Það á svo eftir að ákveða með hópferðina.

Í stíl við leikritið þá fór ég með gjaldkera starfsmannafélagsins, sem sagt tveir karlmenn saman að fara á leikrit um homma. Hmmmm.... Kannski ekki vanþörf á að endurtaka titil leikritsins og bloggsins um að ég sé sko samt ekki hommi. Las reyndar einhvers staðar að það færi varla nokkur maður í leikhús til að hafa gaman af nema vera svoleis. Hommi sko. En það er allt í lagi því leikritið er einmitt m.a. gera grín að þannig hugmyndafræði.

Á eftir var skundað á kaffihús þar sem við hittum hið skuggalega gengi Siggu og Krúsa nýbloggara og Snorra og kvendið hans hana Hafdísi. Sátu þau úti í horni á skuggalegu veitingahúsi og drukku kaffi og súkkulaði drykki úr glösum og bollum.

Gátu þau enga frekari skýringu gefið á grunsamlegum ferðum sínum en að þau hafi verið á salsa æfingu. Nei ég er nú eldri en tvívetra, þau voru greinilega með súkkulaði sósu í munnvikunum en enga salsasósu.

Annars er bloggið þeirra Krús og Siggu hér.

No comments: