En um myndavéladótið. Þá er málið að mig vantar eiginlega eina linsu á myndavélina mína fyrir ferðina til Afríku í næsta mánuði. Og ég þarf að fara að drífa mig í að útvega mér hana því hún verður væntanlega pöntuð frá USA.
Þetta dót kostar allt ógeðlslega marga peninga eða að minnsta kosti sumt af þessu. Dýrasta linsan sem ég er að spá í kostar svona 1300 dollara og er auðvitað tómt rugl á meðan maður hefur ekki atvinnu af ljósmyndun en mig langar bara samt dáltið í hana. Síðan er önnur sem kostar ekki nema 300 dollara en er líka alveg ágæt og kannski bara betri fyrir mig. Að minnsta kosti léttari og minni ofan í bakpoka og þannig. Síðan eru einhverjar linsur sem kosta eitthvað þarna á milli.
Já sá á kvölina sem á völina.
Síðast þegar ég keypti mér lisnu þá var ég rosalega glaður þegar hún var komin. Prófaði hana aðeins og fattaði auðvitað strax að ég hefði átt að fá mér einhverja aðra linsu. Nóttina á eftir þá lá ég andvaka og skipulagði leiðir til að senda hana aftur til Bandaríkjanna og fá einhverja aðra linsu í staðinn. Var mest að spekúlera í hvernig ég ætlaði að fá virðisaukaskattinn til baka af linsunni sem ég var búinn að kaupa. Gerði reyndar ekkert í málinu og linsan er svo sem ágæt en hin linsan sem ég hefði kannski átt að fá mér í staðinn hefði verið snilld líka.
....
Síðan um myndir þá stendur til um helgina að taka myndir í einhverjar myndakeppnir. Það eru endalausar svona keppnir í gangi á dpchallenge.com og ljósmyndakeppni.is. Það vantar núna sjálfsmynd, mynd af neikvæðu rými (negative space, en það er svona mynd sem er aðallega ekki með neitt) og loks mynd af brú. Núna vantar mig aðallega betra veður til að geta tekið myndirnar en prófaði einhverjar brúarmyndatökur um daginn með hæpnum árangri held ég.
Hmmmm ætti kannski bara að fara að finna mér eitthvað annað áhugamál...
No comments:
Post a Comment