Thursday, February 03, 2005

Vá sástu þetta? Ég var næstum hættur að blogga!

Já bara næstum því.
Bloggaði annars eitthvað þunglyndisblogg fyrir einni viku af því ég var eitthvað í fúlu skapi en strokaði það svo út þannig að ókunnugt fólk færi ekki að halda að ég væri einhver fýlugemsi.

Afríkuundirbúningurinn er svona dálítið á fullu.
Til að göfga andann þá keypti ég smásagnabók með Hemingway þar sem var að finna söguna um snjóinn á Kilimanjaró. Fannst hún reyndar dálítið þreytandi en líka ákaflega Hemingway leg. Svona dálítið vopnin kvödd leg. Hef annars eiginlega bara fílað eina bók/sögu eftir hann almennilega, nefnilega söguna um gamla manninn og hafið. Er reyndar eitthvað það besta sem ég hef lesið. Hef reyndar ekki lesið neitt mikið eftir hann og ætti kannski að fara að drífa í því. Jú annars, las eina um nautaat á Spáni. Hún var dálítil stemning svona.

Er síðan farinn að skokka aftur úti. Fór meirasegja í hádeginu í dag með skrokkurunum í vinnunni. Veit reyndar ekki alveg hvernig ég antisportistinn á að skilja þetta þegar fólk segir upp í opið geðið á manni að maður sé mesti íþróttamaðurinn og hlaupi þess vegna mest og eitthvað. Helv. bull og vitleysa. Ég verð að fara að leggjast í meira hóglífi!

No comments: