Saturday, February 26, 2005

Uppgangur í glæpaheiminum

Nei ekkert merkilegt.
Rakst bara á þessa bloggfærslu hér um stórkrimmann sem gerði þau alvarlegu mistök að stela frönsku kartöflunum.

Sá síðan frétt um hvernig tekið er á illa gerðum veðurfræðingum í Russía. Ef þeir koma með einhverjar bull spár þá þurfa þeir bara að borga sekt og hana nú.

Mun líklega gera sig þannig að ef þeim verður það á að spá ekki fyrir snjóstormi þannig að engar göturnar verða ekki mokaðar þrátt fyrir fannfergi og allir koma of seint í vinnuna segjum um hálftíma að meðaltali. Þá þurfa þeir væntanlega að borga í sekt öll þau laun sem töpuðust.

Síðan ef þeir spá snjókomu og sem ekkert verður úr þá þurfa þeir að sjálfsögðu að borga fyrir óþarfan snjómokstur.

Ég myndi finna mér einhverja aðra vinnu ef ég væri veðurfræðingur þarna austur frá. Ætli þeir sem geta ekki borgað (sem eru þeir líklega allir) verði ekki sendir í Gúlagið. Já Sovét er greinilega ennþá til þarna einhvers staðar. Gott að það sé tekið á málunum með almennilegri festu!



Varðandi bloggleti mína síðustu viku þá stafaði hún kannski af því að ég skuldaði eina örstutta blaðagrein og kunni ekki við að vera að bulla blogg á meðan ég var í skömm með það.

No comments: