Tuesday, February 22, 2005

ljosmyndakeppni.is = nöldurvefur ársins

Af því að ég er með þessa voðalegu ljósmyndadellu eins og kemur fram út um allt mitt blogg þá fór ég að skoða vefinn ljosmyndakeppni.is. Hann er (eða var) hugsaður fyrir alls konar ljósmyndaumræður og ljósmyndakeppni held ég en hefur einhvern veginn snúist upp í það að vera endalaust karp um ekki neitt eða að minnsta kosti eitthvað sem ekki er hægt að komast að neinni niðurstöðu með.

Umræðurnar eru ótrúlega mikið farnar snúast um það hver hafi verið að dissa hvern og hver ætti að fara í bann og svo framvegis.

Það sem ég sá þarna síðast og er svona grín sem maður getur skoðað þegar manni leiðist og er búinn að skoða dilbert en það er umræðuþráðurinn um skítakommentin. Það byrjaði með því að einhver fór að kvarta yfir að komment um myndir væru allt of neikvæði (sem reyndar er hárrétt þar sem það er eitthvað undarlega þenkjandi lið þarna sem hefur það áhugamál að gera lítið úr öðrum) og að það yrði bara að gera eitthvað í málinu. Þetta byrjaði einhvern tíman í gær og núna er hver mannvitsbrekkan á fætur annarri þarna búin að taka undir og vera á móti til skiptis. Síðan koma svona skot þarna inn á milli um að þetta sé fáránleg umræða og þá er hægt að hafa umræður um að umræðan sem verið er að taka í sé fáránleg.

Þetta er reyndar dálítið leiðinlegt því inn á milli kemur sæmilegt efni þarna inn og ýmsir með alls konar reynslu segja frá hvernig hægt er að gera hitt og þetta. En einhvern veginn óttast ég að þeir/þær hljóti að hrökklast í burtu frá þessu. Að minnsta kosti nenni ég ekki að taka þátt í svona bulli.

Ég hef svo sem ekki tekið þátt í mörgum umræðuvefjum en ef þeir eru allir svona þá guð hjálpi oss. Ekki meir ekki meir!

No comments: