Monday, February 21, 2005
Myndin mín
Já þetta er nefnilega ég sko.
Er dáldið montinn af henni en líka alver rosalega fúll. Hún var nefnilega að koma úr myndakeppni á DPC og fékk rosalega háa einkunn en samt engin verðlaun þar sem það voru einhverjar þrjár aðrar ólukkans myndir sem fengu hærri einkunn.
Það eina sem ég get kannski huggað mig við er að ég varð þó fyrir ofan alla hina Íslendingana þarna á DPC (og það er ekki lítið afrek get ég samt þeim sem ekki vita) og síðan kannski líka að þá reiknaði ég ekki með neinum voðalegum afrekum af þessari mynd í upphafi ef ég svona miða við þær hrakfarir sem ég fer yfirleitt þarna.
En samt þá held ég að það hljóti að flokkast undir svindl á þessum vef þarna að eiga mynd með einkunn 7,3 eitthvað en hafa ekki fengið nein verðlaun fyrir það. Já tómt svindl.
En jú líklega er Þetta ágætis mynd. Veit þó ekki alveg hvernig hún lýsir mínum persónuleika...
En síðan um afmæliblogg þá geri ég alltaf eins og mér er sagt. Fyrst var mér sagt að halda afmælispartý og svo aftur og síðan enn aftur. Stundum sagði ég já og stunum sagði ég svona humm en aldrei sagði ég nei. Síðan var farið að segja mér að halda ekki afmælispartý og þannig endaði það auðvitað að ég hélt ekkert partý. Bauð reyndar svona systkinum og foreldrum í mat og það var auðvitað alveg steikt... Hvað þýðir annars þetta steikt?
Ég fór síðan í frábæran fjallgöngutúr á laugardaginn. Það koma myndir frá því einhvern tíman seinna í dag geri ég ráð fyrir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment