Til undirbúnings Kilimanjaró göngunnar og til almennrar skemmtunar var farin fjallaferð á Blotnssúlur laugardaginn 19. febrúar.
Það var lagt snemma af stað úr bænum og ætt austur á Þingvöll. Tók reyndar dálítið langan tíma að komast af stað því lengi er von á einum. Safnast var saman við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Þar var sólarupprásin í algleymingi og kraftlyftingamót eins og það gerist best. [þetta með kraftlyftingamótið er svona frekar lókal og þeir sem voru á staðnum skilja það meira að segja fæstir, en þetta er dularfull tilvitnun í Heimsljós minnir mig]
Þegar ekki var von á neinum til viðbótar og hægt að halda af stað og var farið inn í Bolabás og inn að eyðibýlinu við Svartagil. Þar fékk Indriði upphafsmaður ferðarinnar og sérlegur fararstjóri á uppleið, þá snilldarhugmynd að festa jeppann sinn. En naut hann þar dyggrar aðstoðar heldur slaks framdrifs.
Eftir að breska heimsveldið hafði kippt festunni í liðinn var haldið af stað.
Gömlu mennirnir fengu smá forskot enda ætluðu þeir að fara eitthvað styttri leið upp heldur en við yngri menn og Kilimanjaró farar hugðumst fara.
Sjást þeir arka þarna fremstir á myndinni.
Svo þeir skilji sem ekki vita þá má koma fram að þessir gömlu menn voru Ari Traustu Guðmundsson og Árni Árnason sem hugðust fara einhverja klifurleið þarna upp. Voru þeir vopnaðir hinu ólíklegasta klifurdóti svo það hringlaði í.
Við hinir hefðbundnari gengum á okkar hraða. Það stóð reyndar til að reyna að ganga hægt þarna upp til að æfa gönguhraðann fyri Kilimanjaró. Veit nú reyndar ekki alveg hvernig það tókst.
En náttúran skartaði sínu fegursta þennan dag þó reyndar væri alls ekki heiðskírt enda ekkert gaman að því. Eftir að ferlegur ljósmyndarinn var búinn að brenna skýin út í eitt þá var þetta allt orðið svona dálítið speisað!
En upp á toppinn komumst við samt öll á endanum og fengum okkur smá að borða
Og sumir fóru bara að skoða Fréttablaðið. / ættum kannski að fá þá sem styrktaraðila eftir þetta!
Á niðurleiðinni voru teknar meiri myndir og sprellað aðeins líka
En niður komumst við öll einhvern veginn
Það er síðan hægt að skoða í einhvern tíma meira af myndum og í stærri útgáfu hér:
http://kilimanjaro.heima.is/myndir/botnssulur2005/index.html
Kort sem sýnir leiðina:
http://photos6.flickr.com/5460704_24b33ca416_o.jpg
No comments:
Post a Comment