Sunday, February 06, 2005

Að verða fitabolla!

Ó-ó-æ ... þú bolludagur. Nú held ég að minn sé orðinn feitur.

Fór í hið árlega bolluát til mömmunnar og það var sko borðað þangað til allir stóðu á blístri. Það var meirasegja boðið uppá súkkulaði þykkt a la mama þannig að það var hægt að stífa það úr hnefa.

Til að halda heilsu verður samt snætt svín í kvöldmat með alls kynns karrí samsulli. Namm.

Annars talandi um fitabollur. Þá er fullt af íslensku megrunabloggi til á vefnum. Ég man ekki hvenær eða af hverju en það er einhver íslensk kona í Svíþjóð sem ég fór að lesa bloggið hjá. Henni hefur annars gengið bara vel í sinni megrun og er eiginlega alveg að verða mjó eins og hún segir sjálf.

Síðan var það strákurinn sem kom í Kastljósi um daginn með leikaranum feita sem er ekki lengur feitur en ég kalla altaf Þorlák þreytta því í því leikriti sá ég hann fyrst. Það var reyndar fyrir svona 20 árum síðan eða meira og þá var Guðmundur Ólafsson [eða heitir hann ekki það annars] þá þegar orðinn eitthvað sver minnir mig.

En það fyndna [eða kannski frekar sorglega] er að hann strákurinn þarna og konan í Svíþjðóð [eða maðurinn og stelpan eftir því hvernig á það er litið] fóru í hár saman í kommentakerfum hvors annars. Já það er líklega erfitt að vera í of mikilli yfirvigt.

Annars er ég sjálfur með alþyngsta móti núna þessa dagana [þó ég verði reyndar ekki tekinn marktækur hjá þeimn sem halda úti alvöru megrunarbloggi] og þarf eiginlega að ná einhverjum kílóum af mér áður en ég ræðst á Kili. Það telur eflaust hvert gramm þegar maður dragnast upp á 5.895 metra hátt fjall!

Hluti af því er planað 9 km hlaup í hádeginu á morgun.

En til að koma í veg fyrir allan misskilning um þetta megrunarblogg þá dáist ég að fólki sem er að taka á sínum málum og koma sér í betra form en það hefur verið í áður.

No comments: