Upp - upp mín sál!
Þetta er svona tilraun til bloggfærslu eða þannig... búinn að vera eitthvað slappur bloggari enda allt of mikið að gera af alls konar mikilvægis hlutum...
EN
Það var víst komið að því. Reyndar átti að fara úr bænum á uppstingingardag en ekkert varð úr því þar sem uppstingingardagurinn var heimalegur kósílegur unaðsdagur hjá okkur H34 búum. Og svo ætluðum við að fara þrjúsaman en fórum bara tveir saman. Svona er máttur breytinganna! Það var sem smjatt bara farið af stað á föstudeginum og við Gúnninn saman á honum Cesari sem var bara kátur með þetta.
Svo hófst gangan en minn bara húðlatur og nennti ekki að taka myndavélina með og er því bara búinn að fá leyfi hjá
Gunnsa til að sýna hans eðalmyndir af Flickrinu. Reyndar meira af Hvannadalshnjúksmyndum hjá honum
hér.
Gist var á Svínafelli þar sem sundlaugin er... biluð!
Það voru alls 24 sem lögðu af stað í gönguna. Alls voru þetta 24 garpar, 14 Skýrrarar, 2 til leiðsagnar og 8 áhangendur. Veðurspáin var hratt batnandi þegar liði á daginn og var því ekki lagt neitt sérlega snemma af stað heldur látið nægja að vakna klukkan hálfsex eða var það kannski hálf-fimm... það man ekki nokkur maður lengur en við lögðum af stað í einni halarófu.
Leiðsagnarmaðurinn Árni hafði haft hástemmdar yfirlýsingar um hversu hægt yrði farið í fyrstu en þegar á hólminn kom hafði hann gleymt því öllu saman og ætti bara áfram upp hlíðina og ætlaði hreint lifandi að drepa okkur vesæla ferðalangana.
Við snjórönd var farið í línu og reyndar brodda líka og skóf dálítið á hópinn og eiginlega skítkalt. Fljótlega kom í ljós að broddar voru eitthvað óþarfir þarna í brekkunni sem var bara snjógug og þægileg. Áfram mjakaðist hópurinn með afföllum þó þar sem Helgi fékk krampa í lærköggulinn á sér og rölti sér niður í bíl.
Uppi á brúninni fór að lægja og hið skaplegasta veður í síðustu brekkunni á Hnjúkinn þar sem reyndar urðu afföll númer tvö þegar nafni minn Ant ákvað að bíða enda með einhverja flensuskömm. Þarf þessi flensuskömm alltaf að ráðast á aumingja manninn í hvert sinn sem farið er á Hnjúk?
Broddar voru brúkaðir þar á síðustu metrunum enda klaki í brekkunni
Gangan upp tók eitthvað um níu tíma minnir einhvern og allt í allt varð þetta um 15 tíma labb.
Niðri Svínafelli beið okkar lokuð sundlaug en hins vagar var sturtan hin þarasta. Grillið var gott og keppnin í botsía enn betri þar sem sumir sigruðu aðra minnir mig.
....