Thursday, May 31, 2007

Nú er það átak framundan

Ekki lengur um neitt að velja

Fór í eina af uppáhalds... skirtunum mínum í morgun til að líta almennilega út en þetta er ekki eins og það á að vera. Líður eins og rúllupylsu eða ég veit ekki hvað. Það er eins og skirtuskömmin ætli að springa utan af mér. Ætli hún hafi verið þvegin á einherri suðustillingu? Nei, ég held ekki. Ég held að þessir nammipakkar sem duttu ofan í mig í vinnustressinu síðustu daga og einhver skortur á hlaupatúrum sé að nálgast að gera út af við mig.

Nú lofa ég að hér verður bloggað um heilsuátak Raggans innan skamms. Það skal vera hlaupið og þá ekki í spik heldur um borg og bý!

hmmm annars - þetta er ekki svo slæm hugmynd sem datt ofan í mig núna. Ég bara blogga um heilsuátakið en þarf ekki að gera neitt annað. Það er alltaf sko svona smá skáldaleyfi á blogginu manns!

Aðalfundatörn en Vatnajökull í vændum

Allt að gerast á sama tímanum!

Skrýtið hvernig það kemst upp í vana að sofa allt of lítið. Núna hef ég ekki tíma nema í svona eins og fjórðapart af því sem ég vildi gera. Það er nebblega aðalfundartörn. Vinnutengt þarf ég á aðalfund Staðlaráðs á morgun og svo er aðalfundur Stjórnvísi sem er bæði vinnutengt og persónutengt og loks er aðalfundur Fellsmerkurinnar þar sem ég er virðulegur formaður skógræktarfélgas. En reyndar ekki mikið lengur. Það gæti verið gerð bylting á morgun. Eða í dag þar sem þetta skráist víst á morgundaginn hér á blogginu.

En það er allt í lagi því ég fékk þær einkar ánægjulegu fréttir að ég er á leið á Vatnajökul með JÖRFÍ núna um helgina. Ég fer reyndar bara svona skreppitúr miðað við alla hina. Verð bara um helgina en það verður eflaust nógu gaman samt. Í fyrra fékk ég bara að hitta hópinn þegar han kom af jökli en núna verð ég heldur betur meira með. En ... til að það verði gaman þarf maður að sofa eitthvað. Forsíða Fellsmerkurskýrslu er að ælast út úr prentaranum og eg bara treysti því að prentarinn ráði við þetta upp á eign spýtur.

Góða nótt í hausinn þinn!


....

Tuesday, May 29, 2007

Málningarvinnan afstaðin

Og við fengum hjálp á síðustu metrunum

Painting in red
Hvítasunnuhelgin fór að mestu leyti í frágang og snurfus. Enduðum á að fá hjálp frá SYS frænku HK sem kom sá og sigraði rauða vegginn rétt á milli þess sem það var drullumallað. HK tók myndina á meðan ég var að versla meiri málningu til að gera klárað verkið.

Svo kláraðist þetta og Gúnninn kom og lagði með okkur teppi áður en sest var að snæðingii. Núna erum við svona eiginlega flutt inn loksins má segja almennilega og lífið getur farið að verða þokkalega eðlilegt aftur. Við farið að gera eitthvað annað en að stússast í spassli, pússeríi og málningarpenslum án þess að fá samviskubit!

Svo á meðan ég var að skrifa þetta sá ég að linsan sem ég var að panta mér frá USA er að far af stað frá Adorama! Þetta er allt svo mjðg ágætt!

Wednesday, May 23, 2007

Það eru afrek helgarinnar... Hvannadalshnjúkur

Upp - upp mín sál!

Þetta er svona tilraun til bloggfærslu eða þannig... búinn að vera eitthvað slappur bloggari enda allt of mikið að gera af alls konar mikilvægis hlutum...

EN
Það var víst komið að því. Reyndar átti að fara úr bænum á uppstingingardag en ekkert varð úr því þar sem uppstingingardagurinn var heimalegur kósílegur unaðsdagur hjá okkur H34 búum. Og svo ætluðum við að fara þrjúsaman en fórum bara tveir saman. Svona er máttur breytinganna! Það var sem smjatt bara farið af stað á föstudeginum og við Gúnninn saman á honum Cesari sem var bara kátur með þetta.


Svo hófst gangan en minn bara húðlatur og nennti ekki að taka myndavélina með og er því bara búinn að fá leyfi hjá Gunnsa til að sýna hans eðalmyndir af Flickrinu. Reyndar meira af Hvannadalshnjúksmyndum hjá honum hér.

Gist var á Svínafelli þar sem sundlaugin er... biluð!

Það voru alls 24 sem lögðu af stað í gönguna. Alls voru þetta 24 garpar, 14 Skýrrarar, 2 til leiðsagnar og 8 áhangendur. Veðurspáin var hratt batnandi þegar liði á daginn og var því ekki lagt neitt sérlega snemma af stað heldur látið nægja að vakna klukkan hálfsex eða var það kannski hálf-fimm... það man ekki nokkur maður lengur en við lögðum af stað í einni halarófu.


Leiðsagnarmaðurinn Árni hafði haft hástemmdar yfirlýsingar um hversu hægt yrði farið í fyrstu en þegar á hólminn kom hafði hann gleymt því öllu saman og ætti bara áfram upp hlíðina og ætlaði hreint lifandi að drepa okkur vesæla ferðalangana.

Við snjórönd var farið í línu og reyndar brodda líka og skóf dálítið á hópinn og eiginlega skítkalt. Fljótlega kom í ljós að broddar voru eitthvað óþarfir þarna í brekkunni sem var bara snjógug og þægileg. Áfram mjakaðist hópurinn með afföllum þó þar sem Helgi fékk krampa í lærköggulinn á sér og rölti sér niður í bíl.

Uppi á brúninni fór að lægja og hið skaplegasta veður í síðustu brekkunni á Hnjúkinn þar sem reyndar urðu afföll númer tvö þegar nafni minn Ant ákvað að bíða enda með einhverja flensuskömm. Þarf þessi flensuskömm alltaf að ráðast á aumingja manninn í hvert sinn sem farið er á Hnjúk?

Broddar voru brúkaðir þar á síðustu metrunum enda klaki í brekkunni

Gangan upp tók eitthvað um níu tíma minnir einhvern og allt í allt varð þetta um 15 tíma labb.

Niðri Svínafelli beið okkar lokuð sundlaug en hins vagar var sturtan hin þarasta. Grillið var gott og keppnin í botsía enn betri þar sem sumir sigruðu aðra minnir mig.






















....

Monday, May 14, 2007

Úrskurður er fallinn

Ég er umhverfiskommi!

Tók Bifrastarprófið...

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 10%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 9%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%

Það er spurning hvort mar hafi kjóst rétt!

Annars var ég að sjá að þetta er nú bara hálfgert miðjumoð hjá mér. Enginn sem nær yfir 50% hmmmpf... Kannski þarna komin ástæða fyrir að mér gekk ekkert of vel að ákveða mig fyrir þessar kosningar!

Svo prófaði ég að fikta í þessu og þykjast vera eitthvað. Dálítið skondið hvernig flokkarnir eru mismunandi en samt líkir. Einfalt að gera sér upp skoðanir flokkanna lengst úti á kantinum. Lítið mál fyrir mig að segjast vilja eitthvað sem varð rúmlega 90% sjálfstæðisflokkur og svo eitthvað rétt tæplega 90% Vinstri grænn. Hinir flokkarnir erfiðari. Skrýtnast að mér þegar mér tókst að sulla saman skoðun sem 70% Framsóknarmaður þá var ég meiri Vinstri grænn en ég var þegar ég gerði svona eins og mér finnst sjálfum og skoraði jafn mikið sem Sjálfstæðismaður. Pólitík a la Bircfröst er greinilega of flókin fyrir mig!

Sunday, May 13, 2007

Sigurvegari kosninganna er...

En svo er alltaf skemmtilegt að skoða hver sigrar í kosningum eða hver sigrar ekki!

Vinstri grænir með alla sína fylgisaukningu eru auðvitað sigurvegarar kosninganna þrátt fyrir að ná ekki megin markmiði sínu að fella ríkisstjórnina!

Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sigurvegari kosninganna. Langs stærsti flokkurinn og bætti við sig þremur þingmönnum þrátt fyrir að ríkisstjórnarmeirihlutinn þeirra sé svo tæpur að hann er varla almennilega starfhæfur!

Samfylkingin er auðvitað sigurverari kosninganna því flokkurinn tvöfaldaði fylgið sitt frá einhverjum skpoðanakönnunum sem voru gerðar fyrir mánuði síðan. En svo auðvitað var samfylkingin að tapa þingmönnum þannig að hmmmm...

Íslandshreyfingin er auðvitað sigurverari kosninganna með fleiri atkvæði en nokkurn tíman og bara óréttlátri kosningalögggjöf að kenna að hafa ekki fengið þingmann!

Og svo framsókn... æji... það er hvernig hægt er að vinna kosningar... júts, ríkisstjórnin þeirra hélt velli!

En sá sem er endanlegur sigurvegari kosninganna er auðvitað Fréttablaðið. Hvað er það annað en snilld að gefa út tvö blaðið tvisvar sama daginn með sitt hvorri forsíðufréttinni: "Ríkisstjórnin fallin eftir afhroð framsóknarflokksins" eða "Ríkisstjórnin hélt og féll til skiptis í nótt". Hvað er það annað en snilld að prenta dagblað með þessari fyrirsögn um fall ríkisstjórnarinnar rétt upp úr miðnætti þegar búið er að telja einhvern fjórðung atkvæða! Eru þetta börn nýbyrjuð í blaðamennsku?


....

Maður veit ekki alveg hvað skal halda

En það voru kosningar og framkvæmdir í gær

hk giving an eye!
Það var mart að gerast. Reyndar var ég í óvissuferð daginn áður þar sem mart gekk á göflunum. Farið til Jakobínu ömmu hennar Jöggu heimsmeistara í kleinubaxtri og svo var farið á fjórhjól og allskyns. Klifrað upp súrheysturn og kastað öxum. Svo var endað í sumarbústað Helga Lár þar sem var grill og heitur pottur. Svo var nún bara farið heim. En laugardagurinn....

Það var fenginn liðsauki og farið að skrúfa, bora og líma gifs í kringum bitann góða. Og það gekk bara vel þó það kláraðist svo sem ekki alveg. En þessar kosningar. Mar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar stjórnin var ýmist fallin eða ekki fallin. Svo var farið að sofa einhvern tíman um miðja nótt þegar stjórnarskömmin var búin að ná þessu aftur. Svo vaknað og kíkt á netið og jú, stjórnin var ennþá með þetta! Annars það sem kannski var svo lýsandi fyrir þetta er að frá klukkan átta um morgun til klukkan að verða níu færðist einn þingmaður milli framsóknar og sjálfstæðis! Hefði verið meira gaman ef han hefði skammast yfir til stjórnarandstöðunnar og þá fellt stjórn. En nei, koma tímar og koma ráð!


....

Wednesday, May 09, 2007

Tsja var langhjólað í dag!

Mart að gera í litlum bæ

Fór hjólandi í vinnuna eins og undanfarna daga en var núna með badmintonspaðann á böglaberaranum. Það var nebblega farið í badmin eftir vinnu og það auðvitað hjólandi. Þar reyndi Gunnsi að kenna mér hvernig skuli spilað og fékk ég ágæta æfingu í að taka á móti smassi og tapa. En reyndar tókst mér nú alltaf að hala inni eitthvað pínulítið af stigum.

Svo var hjólað til baka í vinnuna og ég tel þetta allt mér og mínu liði til tekna þó kannski sé það eitthvað umdeilanlegt. En svo hringdi HK og var komin á skrall á Arnarnes með samlennarakvinnum sínum. Það var þá farinn hinn mestherjarins hjólatúr. Út í Nauthólsvík, Kópavpog vestur fyrir all saman meðfram sjónum og svo á Arnarnesið. Ekki leiðinleg leið þar og svo verður eiginlega að játast að götuhjólastígayfirvöld borgarinnar og nágrannabæjanna fá smá prik. Það var meira að segja skilti á hjólastíg sem á stóð Kópivogur. Þetta er kannski bara allt að koma hjá þeim blesuðum og eitthvað aðeins til af þessum stígum sem þeir guma af á kortinu!



....

Tsja var fjarið í Esjugöngutúlul í gælul

Svona smá skringíska í tilefni dagsins

En the Esja mountain
En það var farin Esjuganga ein ágætust í gærkvöldi til undrabúnings Hvannadalshnjúksins um aðra helgi. Það mætti svona helmingurinn og sá helmingurinn komst allur upp. Veitki hvort þetta var í raun og veru einhver testosterons keppni en það stóðu sig að minnsta kosti allir ágætlega í þessu og komust upp að steini á innan við klukkutímanum og upp að útsýnisskífu á innan við 75 mínútunum sem einhver hugsaði einhvern tíman að mætti miða við.

Kannski hefði samt verið betra að miða við 60 mínúturnar. Svona aðallega af því að þá þyrfti enginn af þessum Esjubrölturum að fara á Hvannann nema kannski Gunnsi sem náði þessu á 59 mínútum með því að villast í klettunum samt. En það er ekkert að marka því hann var í hlauparaskóm og hlauparagalla með drykkjarbelti og hver veit hvað!
On the way down from Esja mountain

En svo líka svona af því að það er tilefni til: Til hamingju Ragnhildur og Kristján!


....

Monday, May 07, 2007

Nú hefur stefnan verið tekin á Hvannadalshnjúk

Eftir tvær vikur og vefsíða verið sett upp fyrir herlegheitin á eirasi.net.

Sunday, May 06, 2007

Bitadagurinn mikli - 5. maí 2007

Það var framkvæmdadagur í gær

Það stóð mikið til. Símhringingar út um hvippinn og hvappinn á föstudeginum. Pantað meira efni í millilegg og alls konar og pælingar út og suður um framkvæmdina.

Í stálsmiðjunni fengum við fliri kubba þar sem káta konan afgreiddi okkur ekki heldur frekar ókáti maðurinn sem samt lét okkur hafa pokaskjatta. En svo varð úr þessu ágætis fjölskyldusamkoma í BYKO þar sem við hittum yfirsérfræðinginn ÞA. Það sem upp á vantaði var keypt, borar, alls konar boltar skífur og dót. En það var reyndar líka enginn venjulegur dagur þvi HK átti ammimæli.

Christoff var skilað til Mógilsárinnar og svo var haldin ammimælisveisla fyrir okkur tvö sem fólst í hamborgaragrillveislu okkar tveggja og veggjamálun. Já, hvað er betra á afmælisdeginum sínum en að mála eins og einn vegg!

Og svo rann upp laugardagurinn 5. maí sem í minningunni verður bitadagurinn hinn mesti. Það var vaknað árla og auðvitað aftur farið í BYKO en líka eitthvað Tengi þar sem nýtt sturtudót var keypt. Svakaflott en verst að okkur tókst að týna því um leið.

Undirbúningu bitaframkvæmdar var hinn snarasti. Fólst annars vegar í að transporta alls konar drasli um íbúðina og svo að klippa til humarhala fyrir stórveislufagnaði bitans. Og svo kom ÞA og þá fóru málin eitthvað að gerast meira. Bitinn var boraður norðan undir húsvegg. Fyrst ÞA og svo minn sjálfur og Christoffur. HK sá um að festa herlegheitin á digitalkort.
ERS_6568

Svo var bitanum dröslað upp. Engar myndir til af því þar sem allir voru með mikilvæg burðarhlutverk. Efst fór ég sjálfur víst og svo voru Christoff og ÞA á eftir. HK sá um að ekkert færi úrskeiðis og að enginn færi að hengja sig í ströppunum sem notaðir voru. En upp á aðra hæð komst bitinn og var bara kátur með það!

Aðeins fjölgaði þegar Gúnninn var kominn líka og innan skamms flaug bitinn upp fyrir hausamótin á okkur og var kominn á sinn stað. Hann var spenntur í bak og fyrir eftir kúnstarinar reglum og náðist alveg 5mm niðursveigja á hann. Ekki slæmt fyrir 22cm háan I bitann.

ERS_6604

Frágangurinn gekk líka eins og í sögu og svo varð vart við all rosalega matarlykt. Það var nefnilega ekki bara bitadagur heldur líka veisludagur. Borðið risastóra var sett upp og fékk virðulegan stað undir bitanum og svo var borðhald. Það var graflax í sósum í forrétt. Humar í kílóavís í aðalrétt eitt og svo hamborgarhryggur í aðalrétt tvö. Hvítt og rautt vín, kókvatn og blávatn eins og hver gat í sig látið. Svo ísur og töffi í eftirrétt. Skemmtilegt tiliefni að fá saman fjölskyldur okkar beggja. Loaggafólk og HK-fólk.

ERS_6618

Eithvað meira af myndum af herlegheitunum er á Flickrinu manns!

Friday, May 04, 2007

Hjólastígar Reykjavíkur - ég elska þig!

Nei ekkert svoleiðis en mér datt í hug að athuga aðeins hvað væri í boði af hjólastígum og fann út að Reykhavíkurborg hefur ákveðið að einfalda sér lífið aðeins. Í staðinn fyrir að gera almennilega hjólastíga eins og ætti að gera hafa þeir snillingar látið sér nægja að gera rosalega flott kort með gulum aðalleiðum og grænum aukaleiðum!

Í gær man ég t.d. eftir að hafa hjólað Ármúlann. Bílar leggja þar fyrir og uppi á gangstéttum sem skera hverja hliðargötuna á fætur annarri þannig að maður á hjóli sínu og útsjónarsemi líf að launa. En nei, í staðinn fyrir að reyna eitthvað að lappa upp á hjólaleiðina þá er hún bara skráð voðalega falleg á kort sem græn leið!

Jám, nenni ekki að rausa meira um þetta núna en geri kannski einhvern tíman seinna þegar mér nennist meira.



.... svo verð ég líklegast að fara að gera eitthvað með þetta blogg því mér sýnist að það sé eitthvað farið að daprast álesningini þar. Kannski á manns eigin bloggleti þar einhvern hlut að máli.

Það var hjólað aftur

Göngustígar kannaðir hér og hvar og mikil ósköp... hvurnin er hægt að skipuleggja þetta svoan illa. Einu sinni þurfti ég að hjóla yfir hálfgert mýrarfen og svo tóku stígarnir uppá að enda bara einhvers staðar og einhvers staðar mér til ekki mikillar gleði. En maður er nú á fjallahjólfáki af eðalgerðinni Muddy Fox og kallar mar ekki allt ömmu sína í torfærum!

En með því að villast svona ágætlega þá varð leiðin í vinnuna 11,5 km. Gaman að þessu!



....

Thursday, May 03, 2007

11. september síða

Samsæriskenningar á báða bóga

Var að þvælast á ljósmyndakeppni.is og þar var einhver með myndir frá 1. maí og þar var "kröfuspjald" með annarri dagsetningu eða 11. september. Á vefnum 11september.is eða aldeilis.net eru undarlegar vangaveltur um hvort Kanarnir sjálfir hafi staðið fyrir árásunum 11. september til að hvetja hverjir aðra til dáða gegn öllum hryðuverkamönnunum og öðrum glæpamönnum. Ég veit ekki og held nú eiginlega varla en þetta er samt vangavelta sem einhverjir velta eitthvað fyrir sér.

.... vá - það kom hjá mér svona hálfpartinn pólitískt blogg aftur eftir langt hlé á svoleiðis!

Það er aftur komið hjólaátak!

Nú skal hjólhesturinn stiginn sem aldreigi fyrr!

Það er víst komið hjólaátak aftur. Komst reyndar ekki strax á hjólhestinum en fór í hádeginu í dag og sótti hann barsta heim. Fór svo löngu leiðina heim úr vinnunni í lok dagsins og tókst að hjóla heila 12,3 kílímetra telst mælinum mínum til.

Annars átti ég að vera einhver liðsforingi í þessum hjólahernaði en kom mér út úr því þegar farið var að takast á um hver ætti að vera í hvaða liði.


....

Tuesday, May 01, 2007

Að skulda heilann mánuð af bloggi er ekki gott!

Bloggið búið að vera í ólagi meira og minna og líka allt of mikið að gera hjá manni.

En þetta hófst allt 30. apríl þegar allt gerðist í einu en ekkert var hægt að blogga. Þá var hamingjusamt par sem steig saman út í hinn viðburðaríkasta dag þegar allt átti að gerast. Reyndar meira HK megin en aðalið var auðvitað báðum megin...

The Happy Couple

Það var sko verið að klára kennslu fyrir páska í MK og svo var meira um vert að það var verið að tlára allt í háerrurinum og það er ekkert lítið en það sem mest var um vert að núna skyldi Hæðargarðurinn afhendast og það var gert með pompi og prakt!

the card and our future home

Og heimilið merkt með blessaðri sauðkindinni. Reyndar kort sem hafði átt að senda til Dúddu einhern tíman fyrir martlöngu en það var bara grægjað nýtt kort sem sent var frá Dresdenur...

Having fun in the forest

Og þar var gaman en reyndar leit ekki vel út með eitt né neitt áður en lagt var af stað því það var hin hroðalegasta gubbupest sem lagði okkur skötuhjú í rúmmið. Maður sjálfur var ælandi eins og maður veit ekki hvað hálfa nóttiná áður en lagt skyldi í hann. Þegar verst lét komu gusur út um fjögur göt á skrokknum í einu og reyniði bara að nota útilokunaraðferðina til að losna við eitthverrt þeirra... nei það er ekki hægt. Svo fór HK sömu leið en eitthvað hægar og fengu salernirnir í Leifstöð að kenna á því áður en haldið var um borð í stálfuglinn ógurlega. Þar áttum við að eiga kósí sæti tvö útaf fyrir okkur en ÓlEl og Elsa með sinn krakkaskara fengu að skipta á sætum og máttum við dúsa við hliðina á einhverjum fyllikaddli sem var þarna með vini sínum. En allt gekk þetta vel og ekkert lak út um neitt gat á meðan á fluginu stóð. Svo var bara komið til Dresdenur eftir að Kristoffur og Guðrúni sóttu okkur á flugvöllinn. Það gekk vel en ekki nema þangað til við komum í hinn hroðalegasta umferðarhnút sem við máttum dúsa í á hraðbrautinni eitthvað á annan tíma. Nei það er ekki gott þegar þeir eru að keyra svona saman þarna á ofsahraðanum. Okkur stóð ekki á sama en komumst samt til Dresdenur þar sem við sváfum værast í gestaherbergi þeirra skötuhjúa. Þau eru nebblega skötuhjú alveg eins og við!

Guðrún and HK in Leibnizstrasse in Dresden

Og það var farið í bæinn... nei auðvitað ekki til að mála hann rauðann því hér skyldi verslað dálítið og svo aðeins meira og svo bara alveg heilmikið! Vorum orðin alveg frá og urðum að fá einhverja snögga orku sem var innbyrt í pizzalíki hið snarasta.

tired of shopping!

Pixan var svo sem ágætur en ekkert í líkingu við það sem átti eftir að koma seinna sem voru hinir óviðjafnanlegu nuddstólar sem Dresdenur bíður uppá. Var það slíkur unaður að fátt kemst með tærnar þar sem slíkt hefur hælana!

Nuddstólar Dresdenborgar - massaging in Dresden - FUN

Það var hamingjusamt fólk sem hélt heim á leið löngu eftir að myrkur var komið klyfjað verslanagóssi og allskyns!

Two happy shoppers!

Hjólaferð hin æðislegasta var á dagskránni daginn þann næsta. V´ð hjóluðum sem mest við máttum unz komið var niður í miðbæjurinn. Hann er rosalega flottur, búið að gera upp stærstan hluta af gömlu byggingunum sem voru eyðilagðar í eldsprengjuárásinni í lok stríðsins.

Die Fruhenkirche

Auðvitað var ekki hægt að sleppa alveg búðarrápi og voru valdir kaupmenn Dresdenar gladdir með nærveru vorri sem skildi eftir kreditkortanótur og seðla hér og þar en varning hjá okkur á bögglabera eða í bakpoka. Það var gaman.

on bikes in Dresden






....



Hugmyndin er að klára þessa mánaðarbloggfærslu einhvern tíman þegar ekki er allt of mikið að gera!