Það eru hins vegar einhverjar fjárans framkvæmdir hér fyrir utan hjá mér. Já kannski hefur einhver tekið eftir að í efstu mörkum miðbæjarins er allt í einhverri framkvæmdaklessu. Og snillingarnir þeir skáru í sundur allar símalínurnar. Jájá. Á föstudaginn einhvern tíman klipptu þeir allt í sundur og á laugardeginum þegar ég kvartaði yfir sambandsleysi þá kom Síminn (þessi með stóru essi sko) bara alaveg af fjöllum. Og nei. Þeir gátu ekki gert við þetta á laugardaginn heldur einhvern tíman um miðjan dag í gær mánudag. Og viti menn. Var núna að fá SMS frá þessum Síma-elskum um að það væri búið að gera við símann minn. Já snilld.
Það er annars ekki tekið út með sældinni að hafa svona framkvæmdir. Einhvern tíman um daginn var ekkert kalt vatn hjá manni. Hvorki hægt að bursta tennur eða komast í sturtu undir 60¨C. Klósettkassinn vatnslaus og allt í steik. En hvað um það. Það er ágætt að laga þessa götu eitthvað. Þá fer kannski eitthvað að draga úr því að menn og konur séu að klessukeyra bílana sína hér á bæjarhlaðinu, eins og hefur gerst með nokkuð reglulegu millibili að undanförnu.
Núna eru þeir síðan að bora og hamas. Kannski ráð að fara bara í vinnuna.
No comments:
Post a Comment