Thursday, May 26, 2005

Ég heyrði setningu í dag...

... sem var svona:


Það vill brenna við að við og við eigum við viðskipti við Viðskiptablaðið!


Já það var setning sem var einhvern veginn svona og sá sem sagði hana var að flytja virðulegan pistil fyrir fullan sal af fólki og fékk borgað fyrir það meira að segja. Ég fæ sem betur fer ekki borgað fyrir að bulla. Að minnsta kosti ekki fyrir að bulla svona mikið... eða kannski ekki mikið borgað... eða eitthvað.

En þegar maðurinn þarna var að segja þetta um okkur (sem er sko þolfall af "við" ef einhver væri ekki að fatta það þá kynnti ég nýju flottu vefsíðuna með myndinni frá Afríku sem ég var of upptekinn af um síðustu helgi. Hún er svona: stjornvisi.is. Ég varð annars alveg voðalega glaður þegar það var klappað fyrir síðunni. Svona hrós sem kom alveg spontant og gladdi mitt hjarta inn að rótum.

Núna sit ég annars bara með tærnar upp í loft með tölvuskömmina þar sem það er bannað að hafa hana en samt þar sem hún á að vera miðað við það hvað hún er stundum kölluð [útskýring: það var einu sinni maður sem brenndi undan sér]. Fann gamalt glas af rauðvíni inni í skáp sem ég ákvað að bjarga undan skemmtum og hlusta á einhverja dularfulla indíánakonu snúast innaní geislaspilaranum mínum.

Nei, ætli mér sé viðbjargandi!

No comments: