Thursday, May 26, 2005

Að brenna við...

... Gæti verið tengt misheppnaðri sósugerð eða kolagerð eða skógareldi eða fjöldasjálfsmorði fólks sem kann ekki að fallbeygja eða þá kannski bara eitthvað sem gerðist en átti eiginlega ekki að gerast.

Það er líklega best að fara að hætt að blogga áður en maður verður ákærður fyrir misþyrmingar á sálarlífi fólks. Ég biðst hér með afsökunar á fíflagangi á blogginu mínu en ég hef bara ekki fíflast nóg síðasta korterið.

Vissi annars einhver að "þorun" er alvöru orð. Minnir svona aðeins á orðskrípið "kostun" sem ég ætla rétt að vona að sé ekki orð. En þorun er a.m.k. til í orðabókinni... er annars sko að lesa mér til dægrastyttingar mjög svo sérstaka bók sem heitir "Íslensk orðabók". Ég held að ég hafi lesti allt þegar ég er búinn að lesa hana.



...
þurfti bara að segja þetta.

No comments: