Thursday, May 12, 2005

Hinn stórundarlegi þingmaður

Það verð ég að játa að mér gengur illa að átta mig á þessum þingmanni sem var kosinn fyrir einn flokk í fyrra eða hvenær það var. Komst ekki á þing því hann þurfti fyrst að sitja dálítinn tíma í grjótinu.

Síðan þegar hann kemur á þing þá er hann grjótharður stjórnarandstæðingur og kallar ríkisstjórnina öllum illum nöfnum. Sér síðan allt í einu sitt óvænna og gengur bara til liðs við höfuðandstæðingana í ríkisstjórninni.

Já og þegar hann er spurður þá verður ein aðal ástæðan sú að hann er í einhverri fýlu við einn mann í flokknum sínumog jú hann er líka allt í einu orðinn almennt á móti gamla flokknum sínum sem núna bara ómögulegur en nýi flokkurinn rokkar alveg út í eitt. Hvernig í ósköpunum á maður eiginlega að taka þessu?

Ég verð bara hálf rugglaður yfir þessu öllu saman!



No comments: