En ekki nóg að sýna tvö þúsund myndir því það stóð líka til að gefa liðinu eitthvað að éta. Það hefði gengið betur ef herlegheitin hefðu verið í gærkveldi því á hvítasunnudegi er fátt um fína drætti í gúrme matvöruverslunum stórreykjavíkursvæðisins. Þetta varð því veisla með frá 10-11. Jamm og reydnar 11-11 þar sem ég áttaði mig á laukleysi heimilisins eftir að ég var kominn heim og það er styttra að þramma í 11-11 en hina búðina. En þarna er alltaf opið sem betrfr.
Ég fattaði síðan upp á því al snjallasta sem ég hef fattað uppá í mörg ár. Það er nefnilega alltaf allt í drasli heima hjá mér en ég hef samt ekki enn orðið svo frægur að komast í sjónvarpsþáttinn um allt í drasli. En snilldin mín var sú að í staðinn fyrir að standa á haus í tiltekt áður en einhver kom þá lét ég bara þá sem komu sjá um að taka til. Virkar ljómandi vel. Þá geta t.d. þeir sem koma ekki kvartað yfir að það sé illa tekið til því þeir geta bara sjálfum sér um kennt og það er líka tryggt að gestirnir hafa eitthvað að gera. Síðan getur þetta líka verið mjög góð leið til að láta gestina kynnast ef þeir þekkjast ekki fyrir og enn öruggara til að láta þá kynnast manni sjálfum með að fara í gegnum allt drsalið manns. Já, algjör snilld verð ég að segja.
En njamm. Það var étið, drukkið rautt, horft á myndir, étinn ísur og glápt á meiri myndir og síðan drukkinn smá bjór af þeim sem eftir vöktu og glápt á enn meiri myndir. Síðan rugglaðist ég alveg þegar allir voru farnir og tók netpróf. Ég er Guffi!
You scored as Goofy. Your alter ego is Goofy! You are fun and great to be around, and you are always willing to help others. You arn't worried about embarrassing yourself, so you are one who is more willing to try new things.
Which Disney Character is your Alter Ego? created with QuizFarm.com |
Skil þetta samt ekki alveg þar sem ég sagðist ekki þola neina skrambans nýja hluti. Pófið hefur líklega bara ekki tekið mark á mér!
No comments:
Post a Comment