Thursday, May 12, 2005

Sona gerir mar

one hand on stomach


Þegar mar er búinn að borða yfir sig af pizzu. Var að gera svoleis.

Fór áðan út í búð til að kaupa kók með pizzunni sem ég er ekki enn búinn að drekka enda er kók óholt. Krakkarnir sem voru að afgreiða í búðinni máttu ekkert vera að því að afgreiða þar sem þeim lá allt of mikið á hjarta til þess að geta sinnt mér vesælum viðskiptavini. Þau voru nefnilega að rífast um hvort það væri réttlætanlegt að kenna apa að reykja. Það var sko í fréttum um daginn. Stelpan sem afgreiddi mig loksins klikkti út með vel valinni atugasemd þegar hún var búin að renna mér í gegn um kassann: Og hvað haldið þið að það sé eiginlega í lagi að gefa apa sígarettu og láta hann fara að reykja. Ekki fattar hann að það er hættulegt og fer að hætta því ha.

Já þeim lá mikið á hjarta!

No comments: