Tuesday, May 31, 2005
Martröð
Ég á einn skrýtinn geisladisk... nei annars, ég á fullt af skrýtnum geisladiskum en var að hlusta á einn sem heitir "strange nightmare" eða eitthvað svoleiðs. Hafði verið úti að taka einhverjar myndir. Var reyndar líka eitthvað að línuskautast. En þegar ég kom heim þá tengdi ég myndavélina við tölvuna og fór að spóla myndunum á milli og þá fór martröðin úr geislaspilaranum og kom til mín inn í raunveruleikann. Það voru eiginlega engar myndir lengur í tölvunni minni. Ruslafatan var tóm og þær voru bara horfnar.
Ég hugsaði ljótt og leið eins og ég væri varnarlaus í martröð. Og hvað gerir maður í martröð þegar öll sund eru lokuð? Jú vaknar og fer svo kannski aftur að sofa. Ég gerði það sama. Slökkti á tölvuskrattanum og kveikti aftur. ... Það kom blár skjár. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert sérstaklega gott. Það keyrðist upp scan disk... þeir sem eitthvað vita vita að þá er ekki öll nótt úti en samt getur maður verið í verulega vondum málum. Scan disk og eitthað fix kláraðist ... og ... hjúkk. Þær voru þarna allar.
Núna er ég að spóla 30 gígum á milli tölvanna á heimilinu. Ég ætla ekki að tapa öllum myndunum mínum á einu bretti, svo mikið er víst. Og reyndar þá mætti það varla fréttast að ég hefði tapað einhvejrum gögnum ef það á annað borð gerðist. Myndi varla gera mig mjög trúverðugan.
En kannski mar halli sér og leyfi tölvunum að malla á þessum skráarflutningi.
Já og undarlega abstractmyndin hér fyrir ofan er ein af þeim sem ég tók þarna þegar ég var úti áðan að taka myndir. Þetta er stéttin fyrir framan heima hjá mér. Það er búið að merkja hana svo ég rati heim.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment