Sunday, May 22, 2005

Að vera eymingi

Að vera eða ekki vera eymingi. Það er ekki lengur spurning.

Ég er svoleis. Mér tókst nefnilega að telja mér trú um að hafa svo mikið að gera að hafa ekki tíma til að fara þarna:

Já þótist vera orðinn þreyttur og slappur á föstudaginn og ekki komast neitt. Þurfa að vinna einhven helling eitthvað sem ég er svo vitlaust að vera alltaf að taka að mér af því ég kann ekki að segja nei.

Verð að fara að muna eftir því að úti í kikrjugarði er hellingur af fólki sem áleit sig alltaf vera algjörlega ómissandi.

No comments: