Vá hvað mér brá
Bloggerinn orðinn allt öðruvísi en hann var seinast. Ég blogga kannski bara ekki nógu oft, hvur veit.
Ég er annars hálf miður mín þessa dagana. Álpaðist loksins til að setja myndir inn í ljósmyndakeppni á dpchallenge.com. Og ég sem hélt alltaf að ég væri sæmilegur myndasmiður en er eiginlega að komast að því að ég kemst ekki með tærnar þar sem stór hluti af snillingunum þarna hefur hælana. Slefaði reyndar upp fyrir miðju með fyrstu myndinni sem ég setti þarna inn en kemst að því í fyrramálið hvar mynd nr. 2 lenti. Á ekki von á góðu þar þó hún verði kannski ekki alveg neðst. En það koma tímar og það koma ráð. Minn tími myn koma [einhvern tíman] á þessari síðu!
En mér líst síðan bara vel á þennan nýja blogger. Þarna sé ég til dæmis að það er hægt að gera
blockquoteán svo mikillar fyrirhafnar. Það vantar núna bara að ég geti minnkað/stækað með að smella á einhvern snilldarhnapp. En nei það er ekki á allt kosið. Legg bara hér með fram bænaskrá til Bloggers punktur com. Ætli það virki annars nokkuð? Er alls ekki viss um að þeir þekki nokkuð til okkar ástkæra ylhýra.
Ég man annars eftir einu dálítið fyndnu með það að einhver skildi ekki íslensku á vefnum. Einhvern tíman fann ég einhvern vef til að skrifa eitthvað á, gott ef það var ekki einhver forveri bloggsins. Að minnsta kosti þá skrifaði ég eitthvað einhvers staðar. Fékk svo tölvupóst frá þeim sem sáu um kerfið að ég mætti ekki skrifa á einhverju óskiljanlegu tungumáli því þá gæti þeir ekki verið vissir um að ég væri ekki að perrast eitthvað hroðalega. Sumir eru greinilega meira paranoid en aðrir!
No comments:
Post a Comment