Saturday, May 08, 2004

Ekkert til að blogga um


ER búinn að vera leitbloggari alla vikuna, enda ekkert sérstakt til að blogga um. Búinn að vera allt of upptekinn í vinnunni alla vikuna og síðan náttúrlega ekkert að gerast í þjóðfélagsumræðunni. Algjör gúrkutíð. Ekkert til að tala um nema fjölmiðlafrumvarp og misþyrmingar Kananna á Írökunum. Nei þetta eru ekki fréttir.

Fannst annars dálítið skondinn vinkill á fjölmiðlafrumvarpinu að eini fjölmiðlamaðurinn sem er fylgjandi frumvarpinu er Styrmir á Mogganum. Hann segist nefnilega alveg vita hvernig þetta virkar, þ.e. að fréttastjórar og aðrir sem stjórna fjölmiðlum geti almennt ekki verið á öndverðri skoðun við eigendur blaðsins. Gott ef hann sagði ekki að þetta ætti við sig sjálfan. Það sem er skondið við þetta er að hans skoðun er víst alveg í mótsögn við skoðun eigenda Moggans og þar með er hann kominn í mótsögn við sjálfan sig!

En ég ætla svo sem ekki að fara að láta þetta halda fyrir mér vöku. Mitt blogg verður frjálst óháð og bullið þar eins og mér dettur í hug á hverjum tíma. Enda er held ég loksins komið sumar!

No comments: