Tuesday, May 18, 2004

Sló held ég tvær flugur í einu höggi


Með því að láta veggina á húsinu sem ég bý í fara að leka á hinn dularfyllsta hátt.

Eftir að það var hringt öllum dyrabjöllum hérna áðan þá hef ég verið á fullu með nágrönnum mínum af öllum hæðum úr mínu húsi og því næsta að leita að lekandi veggjum út um allt. Það kveður svo rammt að þessu að það bunar út á götu. Búinn að valsa fram og til baka um held ég fjórar íbúðir fyrir utan mína eigin til að leita að vatni. Jú, það bunaði út úr veggnum og út á götu. Reyndar kannski ekki buna heldur svona dropatal en pollur samt. Og út um allan stigagang við hliðina og jafnvel á baðherbergjunum. Mikið fjör. Búinn að fá að fikta í krönum út um allt og prófa að skrúfa fyrir.

En hvaða tvær flugur?

Jú sko. Ég fékk hið ágætasta tækifæri til að kynnast nágrönnunum. Og ekki slæmt þar sem þeir eru upp til hópa búnir að búa hérna innan við einn mánuð. Og hin flugan? Jú þetta varð hin ágætasta afsökun fyrir að fara ekki beina að skrifa einhverja greinardrusslu sem ég skulda.

Reyndar er þriðja flugan þarna. Þar sem ég endaði á því að skrúfa fyrir allt vatn í húsinu þá get ég hvorki farið í bað, þvegið þvott, þvegið upp eða gert nokkurn skapaðan hlut af þessum eilífu leiðindum sem maður þarf samt að gera til að lykta ekki eins og gamall öskuhaugur og fá matareitrn (vegna skemmdar matarleifa á óuppþvegnum diskum sko).

Annars lán í óláni að ég var að uppvaska alveg heila uppþvottavél og ég held að ég hafi farið í bað í þessum mánuði.

No comments: