Davíð drussla og gunga
Einhvern veginn minnti þessi áhrifsræða Steingríms Joð á Alþingi sem ég er búinn að heyra nokkrum sinnum mig alveg ótrúlega mikið á mest ívitnuðu ræðu forseta vors um skítlegt eðli forsætisráðherrans.
Mér finnst eiginlega að Steingrímur sé búinn að stimpla sig inn sem hæfur í embætti forseta með þessari ræðu. Enda kannski kominn tími á að skipta þar sem Óli gat ekki lufsast upp í flugvél til að vera í þessu brullaupi. Get ekki séð að hann hafi mikið verið að stjórna sjálfur hér heima í dag - hvað svo sem hann ætlar að gera þegar á að skrifa undir þessi lög.
Ætli það sé annars þannig að ef forsetinn ætlar að neita a skrifa undir lög þá verður hann að sitja sem fastast í þessar tvær vikur sem hann hefur til að staðfesta lögin. Ef hann færi hænufet þá kæmu skósveinar Davíðs drusslu og gungu og staðfestu frumvarpið hið snarasta.
Annars finnst mér þetta dálítið undarlegt hvernig þessu lögspeki virkar. Alþingi setur lög og þau taka ekki gildi fyrr en forsetinn er annað hvort búinn að staðfesta þau eða hafna þeim!
Ég held síðan að forsetinn eigi bara að staðfesta þessi lög. Þetta er gott á þjóðina að kjósa sér alla þessa aumu þingmenn sem ekkert geta annað en frekjast fram og til baka í sandkassanum sínum. Ég er varla viss um að ég myndi kjósa í þessum kosningum. Kanski skila bara auðu. En eins og ég heyrði í sturtunni í WorldClass í hádeginu, þá væri nú eiginlega alveg þess virði að Ólafur myndi hafna lögunum svona bara til fylgjast með hvað Hr. Davíð myndi gera!
Annars heyrði ég líka þarna í sturtunni í WC spekúlasjón um hvort Ólafur myndi frekar þora að hafna lögunum eða þora að staðfesta þau. Sem sagt, sama hvort hann gerir þarf mikið hugrekki til og fullt af fólki verður alveg brjálað yfir því sem hann gerir - greinilega erfitt að vera forseti!
No comments:
Post a Comment