Monday, May 17, 2004

Núna er víst hjólavika



Og ég kom hjólandi í vinnuna í morgun. Sveittur, móður og blásandi.

Og það er búið að skipa mig liðsstjóra í háheilögu hjólaliði í vinnunni minni.

Vers að ég var eins og venjulega plataður. Það er nefnilega enginn með mér í þessu liði. Aumt og það aumast!

En ég er samt


Það er annars dálítið skondið að þetta hjólavesen sem ég lét plata mig í er til að fólk fari að hreyfa sig meira. Og jú, ég hreyfði mig í morgun þegar ég kom hjólandi í vinnuna, 1,5 km og var svona 5 mínútur að því. En þetta fimmmínútna hjól mitt í morgun verður líklega til þess að ég skokkast ekkert í hádeginu þannig að heildaróþgindi dagsins minnka.

OG
á meðan ég var að skrifa þetta þá reyndar fjölgaði í liðinu mínu um heil 100 prósent. Erum sem sagt orðnir tveir. Förum samanlagt 4 km á dag. Ég heia þrjá en hinn heilan einn og þurfti reyndar að ljúga því til að hann væri að þvælast svona 100-200 metra inni í húsinu!

No comments: