Saturday, May 08, 2004

Hvað gera þeir sem eru sverari en ég?


Fyrir svona hálfum mánuði þá var ég að grilla fyrir famigliuna, sem er svo sem ekki í frásgur færandi fyrir utan að þegar ég var að taka til á borðstofuborðinu þannig að hægt væri að koma einhverju matarkyns þar fyrir þá þurfti ég endilega að hella innihaldi heillrar blekbyttu yfir mig og helsta nágrenni. Vildi svo einkar skemmtilega til að ég var í mínum uppáhalds (eða raunar þeim einu sem ég not) glabuxum. Þar sem ég er ekki viss um að glabuxur með blekklessum út um allan rass séu í tísku þá fór ég á stúfana til að versla mér nýjar.

Nú, þeir sem þekkja álíta mig held ég yfirleitt ekki neitt sérstaklega sveran (þó það sé reyndar misskilningur að ég sé beinlínis mjór) þannig að einhvern veginn mætti ætla að ég gæti fundið fullt af buxnadrusslum sem myndu passa á mig og líka eitthvað stærra og einnig eitthvað minna. En nei svo var ekki aldeilis. Einhverjar flottar buxnaskammir virtust yfirleitt bara vera til í einhverjum bölvuðum barnastærðum eða að minnsta kosti ekki til fyrir fullvaxið fólk. Ég fann nú reyndar eitthvað sem virkaði eftir langa mæðu en eiginlega var ég að verða úrkula vonar um að þetta tækist. Það eina sem virtist passa á mig voru svona ljótafólksbuxur sem eiginlega enginn klæðir sig í nema bara til að vera ekki alveg berrassaður eða of kalt á lærunum. Og þeir sem síðan eru í alvörunni dálítið sverir þeir held ég að eigi ekki sjö dagana sæla þegar kemur að því að kaupa á sig fatalarfa, nema þeim sé þá alveg sama hvernig þeir líta út. Ef ég væri svona 5-10 kílóum þyngri þá líklega væru bara til þa mann svona venjulegar glabuxur sem hafa ekki breyst í 20 ár og munu líklega alltaf verða til og hinn möguleikinn væri líklega að vera í einhverjum jakkafötum sem voru í tísku fyrir 20 árum líka eða hafa a.m.k. ekki breyst í heil 20 ár.

Nei mér sýnist að ég hafi einungis um að velja að:

A: Hætta bara að reyna að vera í glabuxum sem mér finnast flottar
B: Vera bara alltaf í jakkafötum. Helst svona gráum og þá með bindi líka til að vera ferlega fínn
C: Ganga um nakinn
D: Fara að flytja inn föt sjálfur eða stofna fatadrusslufyrirtæki.

No comments: