Monday, September 01, 2014

Fréttaflutningur af eldgosum

Fréttaflutningur Gísla Einarssonar og annarra fjölmiðlamanna sem hafa fengið leyfi til þess að flytja fréttir af vettvangi eldgosa eru stundum dálítið sérkennilegar. Það koma ágætar lýsingar á því hvað þeim finnst gosið tilkomumikið, hvað það er fallegt, hvað það sé rosalega gaman að horfa á það og fylgjast með og loks kannski hvað það sé vond lykt af því.

Það er svona svipað eins og að íþróttafréttamaður talaði bara um það hvað einhver hefði hlaupið fallega, verið í flottum búningi eða hvað hefði verið gaman að sjá hvernig einhver renndi boltanum fyrir markið þegar skorað var og sérstaklega hefði verið tilkomumikið hvernig boltanum hefði verið þrykkt í netið. Eða ef einhver væri að segja fréttir úr einhverri veislu eða öðrum mannfagnaði og hann hefði ekki rænu á að segja frá öðru en að forrétturinn hefði verið rosalega góður og aðalrétturinn eiginlega samt sínu betri, sérstaklega gott eftirbragð.
-----
Var upphaflega á FB síðunni minni en fært hingað með dagsetningu skráningar þar.

No comments: