Smá vangavelta frá matarborðinu í kvöld þegar jarðhræringar bar á góma á meðan lasagna var tuggið.
Minna þessar jarðhræringar á það sem gerðist við Kröflu fyrir nokkrum áratugum? Jú það má eflaust segja það en á hvern hátt. Flest eldgos síðustu áratugi á Íslandi hafa verið gos í Heklu eða Grímsvötnum. Gos í megineldstöð með kvikuhólf þar sem kvika kom upp skammt undan. Það velkist líklega enginn í vafa um að það sem núna er að gerast er annars eðlis þar sem virkni er á sprungurein eldstöðvakerfis og þá er spurningin hvenær það hefur gerst áður. Jú, það var auðvitað í Kröflueldum en ef til væru betri upplýsingar um jarðhræringar á sprungureinum fyrri alda, er þá alveg víst að það sem núna er að gerast yrði flokkað helst með Kröflueldum? Hvað um fyrri virknitímabil t.d. í Bárðarbungukerfinu.
-smá viðbót af vangaveltum-----------
Það sem í huga leikmannsins einkenndi kröfluelda voru stutt eldgos með mjög stuttu millibili. Ef þetta eldgos dregst á langinn þá er það ekki eins og Kröflueldar. Bárðarbunga er á Íslenskan mælikvarða mjög stórt kerfi, mikið stærra en Krafla og askjan mikið stærri. Ég man ekki hvað virknin í Kröflu var raunverulega tengd öskjunni þar en í Bárðarbungu þá a.m.k. hófst virknin þar þó kvika hafi síðan farið annað.
-----
Var upphaflega á FB síðunni minni en fært hingað með dagsetningu skráningar þar og smávegis bætt við í samræmi við það sem var hugsað þarna í lok ágúst.
No comments:
Post a Comment