Búinn að vera eina viku hjá Ragnari axlarsérfræðingi og líklega er ég að taka hann í sátt. Hann veit a.m.k. að öllum líkindum hvað hann er að gera þar sem mér skilst að hann sé einhver mesti axlasérfræðingur landsins. Hann hvað komið er sáttur við framfarir sem ég er að sýna og þá ég ekkert ósáttur þannig séð. Farinn að geta notað hendina talsvert meira - veifað og alles eins og í gær. Fer svo aftur til hans þrisvar í næstu viku og þá verður framhaldið eitthvað skoðað.
Það sem hann segir vera að mér er að liðpokinn í öxlinni sé allur samanskropinn og ég þurfi í raun að ná að pumpa hann upp. það gerist að öllum líkindum hægt og rólega og það er spurning hvenær ég get farið að spila badmin aftur.
No comments:
Post a Comment