Það gerist á haustin, þá kemur nýr nýliðahópur í hjálparsveitirnar. Þetta er fyrsta haustið í frá 2010 sem ég er ekki formlegur nýliðaforingi annað hvort fyrsta árs eða annars árs nýliðanna. Núna er ég bara fulltrúi stjórnar í að sjá um þá. Reyndar er Kristjón nýliðaforingi frekar einsamall þar sem Sigga sem ætlar að vera með honum er enn í skálavörslu í Þórsmörk. Ég er því með alveg annan fótinn í þessu með honum. Síðasta helgi var það rötunarnámskeið á Úlfljótsvatni þar sem hópmyndin var tekin. Líst ljómandi vel á þennan hóp. Þekki einn nýliðann, Herdísi sem gerði mér þann greiða að spyrja mig uppúr þurru hvort ég hefði prjónað lopapeysyna mína sjálfur. Svarið fékk held ég stelpukonuna við hliðina á henni til að hálf snúa sig úr hálsliðnum.Hópmynd af þeim sem voru á rötunarnámskeiði á Úlfljótsvatni um síðustu helgi. Allt nýir nýliðar fyrir utan tvær eftirlegukindur
Um næstu helgi er síðan fyrsta gönguferð nýliðanna og er ég að bræða það með mér að fara með á minni slösuðu hendi. vona að það gangi vel ef ég slæ til.
No comments:
Post a Comment