Sunday, September 14, 2014
Fyrsta skokk í rúman mánuð
Eitthvað ætlaði ég að vera búinn að blogga um hrakfarir sumarsins og kemur kannski seinna en þá samt á undan þessari færslu.
Reimdi á mig hlaupaskó og fór í hlaupbrók til að fara út að hlaupa í fyrsta sinn síðan örlagaríkan dag í Fellsmörk fyrir einum og hálfum mánuði eða svo. Hljóp nú hvorki hratt né mikið. Handleggurinn má ekki við miklum látum og svo var ég logandi hræddur um að detta, fór því bara fetið á köflum, en þetta var skokk en ekki bara labb. Hraðinn meiri en eðllegur hraður gönguhraði þó það hafi nú ekki verið neitt spretthlaup hjá stráknum.
Áttaði mig svo á því þegar ég var farinn að ganga síðustu metrana til baka að það er víst að koma haust!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment