Píningu dagsins í sjúkraþjálfun er lokið. Ekki jafn slæmt og síðast, á að minnsta kosti að koma aftur í vikunni en ekki bra eftir tvær vikur. Óttalegur aumingi samt!
Núna er það leynileyðangur til að sækja sér rabbarbara á fæti og ekki með fæti. Ég grep nefnilega í tómt í dag þegar farið var út í garð að sækja rabbarbara. Eiginlega ekkert eftir og ekki mikið meira á Urðarstekk hvar ég hreynsaði líka upp það sem til var. Ætlaði svo að geta mallað rifsberjahlaupsultu með rabbarbaranum en þar var ég of seinn. Öll ber étið hafði fuglager fyrir stuttri stundu. Á Urðarstekk fann ég svo alveg heil 6 sólber - en týndi einu.
No comments:
Post a Comment