Thursday, December 01, 2011

Frost og fallegt veður í próflestri

VMM_3900

Í elliðaárdal í góðri peysu og með góða húfu


Það er ekki einleikið hvernig veðrið leikur mann þegar maður ætlaði sér að vera bara að lesa fyrir próf. Þetta á reyndar að vera gaman og ég ætla ekki að fara að verða einhver einkunnaþræll þannig að það er kannski bara eins gott að hafa farið aðeins út undir bert loft. Fór í smáhjólatúr í frostblíðunni í henni Reykjavík.

En það var kalt. Kallt eins og Óli Ingólfs myndi hafa það. Veður fyrir lopapeysu, trefil og ullarhúfi og eitthvað enn meira. Þetta er reyndar veður alveg verulega mér að skapi en samt kom kuldaboli og beit mig í tærnar og kleip mig í kinnarnar. En það var nú bara gaman samt.

Tók einhverjar Reykjavíkurlegar myndir sem ég svona þessa fyrri hér fyrir neðan rugglaði alveg í keing í photoshop. Sá einhverjar svona myndir á Flickr um daginn og fór sem sagt að herma. Ekki nógu gott.

Svo skondið að konan á myndinni neðst ætlaði varla að fást af stað. Hún var alveg handviss um að hún væri að eyðileggja fyrir mér myndina. Ég tók reyndar mynd án þess að nokkur væri á brúnni en sú mynd varð ekkert sérstök. Á svo líka mynd af hjólreiðamanni á brúnni.

VMM_3885

Sólheimablokkirnar skakkar og skældar í frostinu



VMM_3930

Gengið yfir brúna

No comments: