Það kom jólakort inn um bréfalúguna í dag. Sá sem sendir yfirleitt engin kort fær ekki mörg kort sjálfur. Flest kort er gaman að fá en þetta kort fannst mér einhvern veginn sérstaklega gaman að fá. Þarf líklegast að hringja eða senda kort til baka á Egilsstaði. Hvur veit.
Svo birtist allt í einu eitt stykki einkunn. Prófin voru farin að hafa þvílík hræðileg áhrif á mig að það kom iðulega fyrir að mig dreymdi einhverjar ægilegar steindir eða einhver dularfull jarðlög. Núna er einkunnabiðin farin að hafa sömu áhrif á mig. Dreymdi að ég hefði fengið 10 í einu fagi. Það gekk ekki alveg eftir og einkunnin ekki einu sinni í sama fagi. En má líklegast vera glaður með að þetta er hæsta einkunn sem ég hef fengið í háskólanámi.
No comments:
Post a Comment