
Greinileg ummerki eftir bergorma, svokallað gorma sem fyrirfinnast í bergi ímyndunaraflsins
Síðasta prófið í dag og verð að játa að ég er hálf sprunginn á limminu. Hafði eiginlega of mikinn tíma til að lesa fyrir þetta síðasta próf sem er reyndar líka með frekar miklu efni til að lesa. Er ekki alveg sáttur við allt í því fagi, kemur kannski eitthvað um það í öðru bloggi ef þannig liggur á mér.
Það væri síðan skemmtilegt ef ég fengi að segja frá bergormunum, hinum svokölluðu gormum sem ég fann ummerki um í gömlu grjóti við Hagavatn. Einhverjir myndu segja að þetta væru einhverjar gamlar gasfylltar blöðrur í grjótinu en það sést þó vel á myndinn að þetta eru för eftir orma sem hafa verið í kvikunni og hafa svo skriðið út. Heita þeir fullu nafni bergormar en eru í samræmi við það að weblog er kallað blogg, kallaðir gormar sjálfir.
Jájá... greinilegt að maður er hálfnaður eða rúmlega það við að lesa yfir sig!
No comments:
Post a Comment