Veit ekki alveg hvernig það próf gekk. Fáar krossaspurningar, með mikið vægi en efnismiklar ritgerðarspurningar giltu helst til lítið og prófið þá í heildina gríðarlega efnismikið. Eftir gríðarmikil skrif á prófinu þá líklegast náði ég að gera öllu einhver sæmileg skil en hálfpartinn vorkenni ég Snæbirninum að þurf að fara yfir þetta allt. Mín svör voru í það minnsta flest hver ekki í styttra lagi. Hann fær svo plús fyrir að hafa ekki verið með of mikið af utanbókarlærdómssteindaspurningum. Í öllu falli þá lærði ég ekkert um efnaformúlur og nöfn einhverra steinda sem ég taldi ekki skipta miklu máli og komst upp með það held ég algjörlega á prófinu. Síðan mun ég aldrei fyrirgefa honum að vera að spyrja út í hleðslur einhverra jóna sem ég hef aldrei heyrt um og get ekki séð að skipti nokkru einasta máli.
Annars með þessar steindir. Ég fór eitthvað að segja einum annáluðum nörd frá einhverjum amfíbólum og reyna að skýra út fyrir honum hvernig hraun storknar og hvernig steindir myndast. Hægt og rólega varð nördinn tómur í framan og þá líklegast fattaði ég hvað jarðfræði og að minnsta kosti steindafræði er dásamlegt nördafag. Getur jafnvel yfirkeyrt alvöru tölvunörd!
Prófið að öðru leyti bara flott hjá honum og ekkert of mikið verið að spyrja út úr leiðinlegum utanbókarlærdómi. Og gekk líklegast bara ágætlega einkum ef miðað er við það að ég mætti almennt ekki nema í annan hvern tíma því ég lét setlagafræði á sama tíma ganga fyrir.
Svo þegar heim kom var ástæða til að halda uppá. Keypur kjötbiti í Krónunni og held ég í fyrsta skipti drukkið fullklárað rauðvin frá Toskana af árgerð 2008. Það haust kólnaði helst til snemma þannig að líklegast náðist ekki öll uppskeran í hús en vínið var hins vegar samt alveg fyrirtak!
Næsta próf er hins vegar jarðfræðin hjá þeim félögum Hregga og Ármanni. Þarf helst að massa það all rosalega! Má ekki valda Hregga vonbrigðum og þarf að sína Ármanni að ég kunni víst eitthvað í jarðfræði!
No comments:
Post a Comment