Wednesday, November 30, 2011

Próflestrarraunir

VMM_3125_Markarfljotsaurar

Þrír snillingar að skoða setög Markarfljóts í september 2011


Jæja... kominn tími til að blogga þar sem maður er kominn í próflestur. Loksins búinn að klára með tveimur öðrum miklum snillingum verkefni í setlagafræði. Fórum um áhrifasvæði Markarfljóts og tókum sand með steinvölum í plastpoka. Héngum utan í snarbröttum skriðum inn við Gíggjökul og mældum upp hvern einasta stein. Og viti menn, steinarnir bentu á jökulinn hér umbil allir sem einn.

Verkefnið er annars hér.


Er núna að lesa fyrir þetta skrambans próf og er eiginlega alveg að missa þolinmæðina yfir sumum ónákvæmum vísindum. Ásýndarlyklar sem vísa hver á annan og dularfull setlög sem bara blandast einhvern veginn saman á torskilinn hátt. En jújú í það heila þá er þetta ágætt.

En verð að játa að ég er farinn að hlakka strax til próflokanna þó þau séu eiginlega ekki byrjuð ennþá blessuð prófin!

Svo velti ég töluvert fyrir mér af hverju einn nágranni minn þarf endalaust að vera að slípa parketið sitt eða guð má vita hvað... sérstakelga ef miðað er við það að ég veit ekki betur en að hann hafi lagt parketið nýtt fyrir svona hálfu ári. Og svo er annar nágranni með sinn sígeltandi hund. Það eina sem ég get þó prísað mig sælan með er að það er ekki lengur verið að spila Celin Dion eða hvað sá poppari heitir alveg endalaust.

En ég er í öllu falli að fara að kaupa mér eyrnatappa.

No comments: