Monday, December 05, 2011

Bjargað því sem bjargað verður

My small garden house almos falling down

Kofinn ennþá dálítið siginn... reyndar eftir viðgerðina!

Í garðinum
Það var reyndar fyrir einhverjum árum, líklega bara fyrsta veturinn okkar Hönnu Kötu í Hæðargarðinum að kofaræfillinn í garðinum fór að láta aðeins á sjá. Þakið fór að síga og hinir voldugu þakbjálkar sem eru rúmlega tommulistar fóru að gefa sig. Ég man að minnsta kosti að einhvern tíman kom viðgerð á þakinu til tals þegar Ólöf af neðri hæðinnni var að tala við okkur Hönnu Kötu. Talinu var auðtivað bara eytt og sagt að ég myndi laga þetta einhvern tíman þegar vel lægi á mér. Síðan eru liðin mörg ár og þá líka margir vetur og stundum hefur snjóað töluvert. Þakið hefir sigið meira og meira og þakbjálkinn gríðarlegi brotnað meira og meira. Núna um daginn ákvað ég að við svo búið mætti ekki búa lengur. Byrjaði sjálfur á að pjakka eitthvað undir þakið en fékk síðan lánaðan glussatjakk frá pápanum mínum og bróðirinn kom því það er ekkert áhlaupaverk að að lyfta brotnu þaki!

Þetta varð heilmikið at en eins og sést á myndinni til hliðar þá er kominn nokkuð öflugur stólpi til að halda þakinu uppi og geri ég ráð fyrir að viðgerðin haldi í vetur. Það þarf svo eitthvað að laga þetta varanlegar næsta vor. En það er langt þangað til!

The small hut in my garden
The roof on my small garden house has been going down for some years now. Now when we have all the snow here in Iceland I decided something had to be done. My brother came to help me and we managed to build something to keep the roof in the proper place.

Fixing temporally my garden house

No comments: