Friday, February 01, 2008
Ætli það sé að gerast?
Stigi í Kaupmannahöfn...
Ekki veit ég hvað þessi stigi er að gera þarna. En hann er samt í Kaupmannahöfn. Þar er einn stigi sögulegri fyrir íslendinga en aðrir stigar. Þetta er samt ekki sá stigi heldur einhver hundómerkilegur stigi upp á efri hæðina á resturantinum Stella. Kann ekki frekari deili á þeim stað þó reyndar hafi okkur dottíð í hug að Íslendingar ættu hann en það veit ég ekkert of mikið um. Það var töluð íslenska þarna innandyra en það voru bara gestirnir. Ekki þverfótað fyrir Mörlandanum þar sem maður stingur niður fæti í henni Köben.
Biðin í henni Leifsstöð varð söguleg. Það kom Litháensk flugvélardrusla til að sækja okkur um miðja nótt. Við fórum í loftið rétt fyrir fjögur um nóttina. Náðum samt alveg þokkalega í morgunmatinn á hótelinu okkar, Kobenhagen Island sem var massafínt í alla staði.
Árshátíðini sjálf alveg frábær á D'Angleterre. Mikið stuð og mikið gaman. Ekki reyndar mikið partýstand á okkur daginn eftir. Samt tókst okkur að missa af morgunmatnum daginn eftir. Það var nú samt kannski bara því við vorum á Íslenskum tíma. Dálítið skondið. Ég stillti handleggsúrið mitt miðað við danskan tíma en var svo bara með klukkuna í farsímanum á dansiballinu og morguninn eftir sem var á íslenskum tíma. Svo á mánudeginum þá var ég á dönskum tíma handleggsklukkunnar en það er nú annar handleggur og lengri.
Það var ekki mikið verið í henni Köben. Aðeins farið í bæinn á sunnudeginum og þá tekin þessi stigamynd á resturantinum Stella þar sem við gófluðum á haborgurum af mikilli lyst. Svo var eitthvað meira af myndum tekið en þær á ekkert að sýna strax því við Skýrrarar ætlum að hafa ljósmyndakeppni og þá vil ég ekki að neinn sé búinn að kíkja neitt á myndirnar mínar. Ætla sko ekki að setja stigamyndina í keppnina eða svona kannski helst ekki. Gæti samt alveg verið... hvernig er hægt að vera svona óákveðinn!
Heimleiðn varð ekki jafn söguleg. Bara einhver klukkutíma seinkun og varla það!
Svo bara vikan búin að líða eins og einvher dularfullur galdur. Þorrablót núna um helgina á Klaustri. HK farin en ég fer á morgun. Hún búin að gera grín að mér um að ég myndi bar nota kvöldið í að setja mynd á Flickr og blögga smá. Jamm hmmmm þarf að gera eitthvað meira líka.
Annars bara latur og afslappaður. Bara einsamall heima og lét ekkert sjá mig á flugeldagleði. Það líka ágætt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment