Saturday, January 26, 2008

Flugleiðir ekki að standa sig

ERS_5276

Það var hádegi í dag eða kannski frekar í gær. Við vorum á leið til Keflavíkur. Árshátíð í vændum. Orðin aðeins sein en samt allt í lagi. Vont veður og seinkn á vélinni sem átti að fara snemma um morgunin. Hún samt kannski farin. Okkar vél á tíma stóð alltaf á netinu.

Við komin inn í Leifstöð. Ekki nein ófærð, ekki neitt rosalega vont veður. Einhverju flugi samt aflýst. Vélin sem átti að fara morgunin ekki farin.

Fyrri vélin loksins farin eitthvað klukkan 17 eða hvað. Það var samt okkar flugvél. Flugvélin sem átti að fara í morgun einhvers staðar allt annars staðar. Frekari seinkun á okkar vél. Ekkert við því að gera. Flugleiðir að standa sig eða hvað? Nei ekki alveg enda ekki þeim að kenna því veðrið var vont og ekki hægt að ráð við það. Klukkan núna að verða eitt eftir miðnætti. Við búin að vera í Lefistöð í 12 klukkutíma. Allt í lagi með það eða hvað? Hvað gera Flugleiðir? Ein samloka, tveir eða þrír drykkir. Allir hanga hér. Mátti vera ljóst þegar lagt var af stað úr Reykjavík að það var engin flugvél til að fara með okkur eitt eða neitt.

Ástæða seinkunar ekki lengur vont veður getur maður séð. Flestir aðrir farþegar farnir. Verið að leita að vél handa okkur og áhöfn einhvers staðar úti í Evrópu. Einhver óljós tilknning um að að það sé búið að finna vél. Er kannski að koma núna. Enginn matur um borð. Samlokur hér ekki í boði Flugleiða lengur heldur í boði fyrirtækisins sem ég vinn hjá sem reynir að gera eitthvað. Flugleiðir bara einfaldlega ekki að standa sig.

Fyrirtækið manns bætir upp eitthvað sem hægt er að bæta upp en þetta er samt arfa slakt hjá Flugleiðum. Eiginlega algjörlega til skammar. Einvher kvörtunarbréf verða send það er nokkuð ljóst.

Áætluð brottför núna klukkan 2 eða eitthvað.



En nú skal taka upp léttara hjal


ERS_5265

HK dreif mig inn í Optical eitthvað í henni Leifstöð og þar var brosandi stelpa með stór nördagleraugu að afgreiða okkur í alveg hálftíma og ég ætlaði ekkert að kaupa fyrr en ég var búin að máta eiginlega öll gleraugun í búðinni og fann þá ein sem enduðu á nefinu á mér. Augnmæling og glerin skorin til á 10 mínútum og á meðan verslaður nýr ipúði.

Svona voru gleruagun sem kaupt voru:
ERS_5270

Og svo reyndar líka... hugmynd að blogga með myndum en engin snúra til að snara myndunum og góð ráð dýr... allt í einu munað þá að það var eitt D70 úti í bíl í plastpoka. Spjall við öryggisvörð eitthvað og við út í rokið. Annars sæmilegasta veður og við til baka. En engin snúra. Herlegheitin fest á krílið. En þær myndir ekki hér því núna er ég að hamra þetta inn á silfurfína mackinthos tölvu SigMássonar sem var auðvitað líka með snúru og nettengingu og alles.

Búinn að lesa einn kafla í bók en HK lagði sig og ákvaðað láta sér ekki veða kalt á fótunum.
HK at rest in Leifstöð
Kannski fæ ég bráðum að fara til útlanda.




...Er annars að spá hvort að þessi með nýju gleraugun að hamra inn á MacBook Pro með Ipúðann í eyrunum sé ég eða einhver annar... jú annars, það er ég... það er verið að hlusta á Blettý blú ! :)

En mikið rosalega eru flýtitakkarnir erfiðir á þessu Mac og asnalegt að hafa mús með bara einn takka.

No comments: