Friday, February 08, 2008

Snjór - skíði - rigning - snjór eða hvað

Og á skíðum eins og Lína langsokkur

Ég elska svona eins og í gær að hafa allt á kafi í snjó. Svona að minnsta kosti í einhvern tíma. Ætli ég yrði ekki þreyttur á þessu svona þegar komið væri fram í maí og enn allt á kafi í snjó.

Það var fjallgönguskóadagur í vinnunni í gær og svo farið heim. Eitthvað að dedúa en HK á löndvörðanámskeiði. Svo dúlað skmö og síðan ætt á skíðin í Heiðkörkina með Gúnnanum.

Tvær stelpur fasta á litlum bíl einhvers staðar. Ekki mjög úrræðalausar, búnar að troða peysu, pappakassa og alls kyns undir dekkin á bílnum til að geta eitthvað en bíllinn bara allt of fastur til að komast lönd eða strönd. Bara draga smá og snúið svo við á punktinum.

Skíðaferðin skondin. Eftir svona hálftíma tók ég eftir að annar skíðastafurinn var minn en hinn var Gúnnans. Ekki gott því annar stærri en hinn. Svo eftir að hafa villst fram og til baka í fannferginu og komnir aftur í bílinn þá kom í ljós að ég var alveg eins og Lína Langsokkur með sitt af hvoru tagi. Það er sök sér að vera í ósamstæðum sokkum - en að vera á ósamastæðum skíðum - og fatta það ekki! Ég sem sagt með eitt skíði mitt og hitt var HK skíði - nokkuð styttra - og ég tók ekki eftir neinu! Kannski einhver ástæða að færið var dálítið sjnjóþrúgulegt á köflum þegar maður sökk upp að geirvörtum í fannferginu. Undarlegt að vera þá samt með geirvörtur á hnjánum!

Og þetta tók tímann sinn. Var ekki kominn heim fyrr en um miðnættið!


... Svo á Ragnhildur afmæli í dag og er henni óskað til hamingju með þau skemmtilegheit!

No comments: