Monday, February 04, 2008

Það var þorrablótur um helgina

Óttalegt svall eða þannig...


Það var farið til Kirkjubæjarklausturs um helgina þar sem Kári nokkur bauð okkur til blóts eins mikils. Þar var matur og drukkur eins og hver gat í sig látið og fjör mikið.

Mýrdalssandur
Á Mýrdalssandi

Ég var latur kvöldið áður og fór hvergi neitt. Var bara heima eitthvað að dúlla mér og nennti ekki einu sinni á flugeldagleði þar sem fagnað var árangri flugeldasölunnar síðustu áramót. Bara spakur heima og líka ágætt.

Svo var farið að sofa og svo var vaknað og ekki komist af stað fyrr en um hádegisbil. það þurfti líka að taka svo mikið af alls kyns dóti með sem yrði kannski notað eða kannski ekki. Skíði og alls konar dót.

Eitthvað var sms-ast á leiðinni en á Mýrdalssandi barst neyðarkall. Bíll fastur í Landbrotinu. Nei ekkert neyðarkall enda hélt minn bara áfram að dúlla sér í góðaveðrinu, fékk sér að pissa og tók mynd af kraftlyftingamótinu... þetta var reyndar lókal sem ég held að bara einn maður geti fattað og hann fattar það örugglega ekki en er sko tilvísun í Halldór nokkurn Laxness sem eitt sinn reit bækur.

Að skeggræða
HK og Kári eftir æfintýrið í Landbrotinu

Svo var loksins komist í þetta Landbrot. Þar var eiginlega auður vegur lengi vel alveg þangað til ég kom að risasköflunum þar sem þau tvö höfðu verið að leika sér. Og ég kom rétt mátulega til að sjá þau komast á fast land í loftköstum. Það urðu hefðbundnir fagnaðarfundir og svo var haldið á Klaustur. Eftir að hafa hitað upp með hákalli og tilheyrandi var farið á Þorrablóturinn. Þar var alls kyns þorramatur í trogum og mikið stöð á mannskapnum þó Kári segði nú frekar fáa miðað við oft einhvern tíman áður. Sáum við HK reyndar ekki almennilega hvernig hægt væri að koma svo mikið fleirum þar fyrir innandyra og þótti nú nóg um.

Þetta var hin besta skemmtan þó eitthvað væri hún kaflaskipt hjá manni. Svo var bara farið heimleiðis og gist á Hæðinni í gestaherberginu hans Kára.

Grillsteik í hádegi, afslapp og spjall og svo haldið heim á leið inn í sólarlagið!

Við Hjörleifshöfða
Himininn yfir Hjörleifshöfða skartar sínu fegursta

Og jú annars, hvernig læt ég... Það var komið innlit til Örnu og Dave í Ingólfinum. Mikið ósköp skemmtilegt að sjá þau komin í sitt eðal gamla hús á Eyrarbakka. Einhvern veginn allt svo passandi og nákvæmlega eins og það á að vera!


Já... annars, svo á hún frænka mín Raghneiður afmæli í dag. Ekki úr vegi að senda henni afmæliskveðju!

No comments: