Thursday, February 07, 2008

Af ófærð og stjörnuglópafélagi

We cal this ófærð

Það snjóaði í nótt! Ekkert nema mikið gaman svona ef maður er ekki óvænt fastur í skafli of lengi. Þetta var náttúrlega akkúrat uppáhaldið hans Cesars á nýju skónum. Hann öslaði í gegnum ruðninga og hvaðeina með glæsibrag!

Svo er annars stjörnuglópanámskeiðinu lokið. Það var bara gaman þó maður hafi kannski ekki lært öll ósköpin en samt mart mjög áhugavert. Núna bíður maður bara eftir heiðum himni til að geta barið ósköpin augum! Heimir á þakkir skyldar fyrir að hafa drifið sig með mig á námskeiðið!



....

No comments: