Tuesday, February 05, 2008

Í kvöld mun ég kannski gerast stjörnuglópur

Fyrir næstum einu ári átti ég afmæli. Þá eignaðist ég stjörnukíki einn mikinn. Reyndar svo mikinn að ég er enn að hugsa um að skipta honum kannski. Eymingjans kíkirinn er sko ennþá í umbúðunum og hugsanlega skilahæfur ennþá. En það þarf kannski ekkert að koma í ljós. Loksins í kvöld mun ég fá allan sannleikann um það hvernig stjörnuskoðun fer fram á stjörnuglópanámskeiði hjá stjörnuglópafélaginu.

Heimir sem var með okkur HK og Marmaris og Elísabetu ákvað að drífa sig og mig. Meira um þetta einhvern tíman.


....

No comments: