Saturday, February 23, 2008

Mælingu heimsins er lokið


Ágæt bók en ég get ekki skilið hvernig þessi bók varð mest selda bók í heimi á einhverju ári... 2006 vilja þeir meina. Mér fannst hún ágæt en ekkert meira en það. Samt er bókin öll meira og minna einhvern vegin á áhugasvuiðum mínum. Vísindi og athuganir - sem verkfræðingur og krónískt nörd finnst mér það áhugavert. Svo á ég líka stjörnukíki þannig að þessi vísindalega nálgun ætti að höfða til mín. Ferðalög og fjallaferðir - Margt var kunnuglegt og áhugvert fyrir mig að lesa eins og hæðaveiki sem ég kannaðist við af Kilimanjaró og vangaveltur um mannbrodda í formi nagla sem hann ætlaði að reka í gegnum sólann á skónum sínum. En einhvern veginn fannst mér bókin samt ekki neitt æðislegt og það furðar mig að allir út um alla veröld hafi flykkst til að kaupa þessa bók. Það seljast kannski svo fáar bækur að bók sem höfðar til ekki svo margra getur e.t.v. alveg orðið mest selda bók veraldar. Mér finnst þetta samt undarlegt.

En fín bók fyrir þá sem hafa áhuga á ferðalögum um óbyggðir, frumstæðum þjóðum, stjörnufræði, stærðfræði og hvers kyns vísindum. Varla fyrir alla hina sem eru flestir og hafa áhuga á einhverju allt öðru.

En kannski misskildi ég bara bókina og las hana með röngu hugarfari í gegnum röng gleraugu og kom ekki auga á það sem allir aðrir eru að sjá í henni.

Hver veit - kannski ætti ég að taka einhvern bókmenntakúrs áður en ég er að tjá mig svona hér út í loftið!


Measuring the World is over
I have been reading this book from Daniel Kehlmann. Great book? Yes, depends I would say. For me it was not bad at all since it is all in my field of interests. Mountain tours, science, stars (I own a 8” mirror telescope) and mathematics. But I don’t get how this book became the bestseller of the Earth in year 2006. I just don’t get it. I had no idea all the mass of people on Earth had this field of interests. But perhaps the reason is that so many people reading books actually have that field of interests. That’s the only reason I can find.

It was interesting for me to read about high mountain sickness since I had perhaps similar experience from Kilimanjaro. It was also interesting for me reading about their experiments of compass and the magnetic field of Earth and such ideas. And of course problems they had when climbing mountains and ideas of making crampons with nailing ordinary shoes. But I can’t see how all those things can be interesting for all the mass of people on the Earth.

But perhaps I just didn't understand the book and was reading it with some narrow mind thinking in wrong direction. Who knows?



... já á eftir að bulla eitthvað meira vonandi.

No comments: