Sunday, January 20, 2008

Og enn meira á skíði

Það er þetta hvíta út um allt og þetta gula einhvers staðar líka uppi á himninum

Aftur skíði í gær og vonandi á eftir líka. Með Gúnnanum og HK í Heiðmörkinni. 35 mín eða eitthvað þannig að skrönglast hringinn. Ég að gera út af við mig standandi á öndinni og Gúnninn eins en HK meira í skynseminni við undirleik Sigurrósar í i-púðanum. Svo indælis gúllassúpa fyrir okkur öll í Selbrekkunni á eftir.

Það átti annars að fara í Fellsmörkur um helgina en hætti við þar sem það þarf að vinna, undirbúa námskeið sem á að halda og eitthvað fleira. Svo á mamman líka ammimæli í dag. Til hamingju með daginn!


....

No comments: